Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa fiðrildi fundist á Suðurskautslandinu?

JMH

Ef skoðaður er tegundalisti yfir skordýr sem lifa að jafnaði á Suðurskautslandinu er ekki að sjá að fiðrildi (Lepidoptera) tilheyri tegundafánu þessa kalda meginlands.

Örfáar fiðrildategundir finnast hins vegar á suðlægum eyjum í grennd við álfuna til að mynda Pringleophaga kerguelensis sem lifir á hinni afskekktu Kergueleneyju, mitt á milli Suðurskautslandsins, Ástralíu og Afríku. Líkt og margar fuglategundir sem aðlagast hafa lífi á afskekktum eyjum hefur þetta fiðrildi tapað hæfileikanum til að fljúga.



Loftmynd af Kergueleneyju þar sem Pringleophaga kerguelensis lifir.

Rétt eins og erlend fiðrildi berast reglulega hingað til lands er ekki útilokað að fiðrildi sem lifa að jafnaði til dæmis í Suður-Ameríku geti borist með vindum til Suðurskautslandsins þó heimildaleit undirritaðs bendi ekki til þess að þau hafi fundist þar.

Mynd: ARCHIPEL DES KERGUELEN

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.11.2005

Spyrjandi

Aðalheiður Einarsdóttir, f. 1990

Tilvísun

JMH. „Hafa fiðrildi fundist á Suðurskautslandinu?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5438.

JMH. (2005, 28. nóvember). Hafa fiðrildi fundist á Suðurskautslandinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5438

JMH. „Hafa fiðrildi fundist á Suðurskautslandinu?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5438>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa fiðrildi fundist á Suðurskautslandinu?
Ef skoðaður er tegundalisti yfir skordýr sem lifa að jafnaði á Suðurskautslandinu er ekki að sjá að fiðrildi (Lepidoptera) tilheyri tegundafánu þessa kalda meginlands.

Örfáar fiðrildategundir finnast hins vegar á suðlægum eyjum í grennd við álfuna til að mynda Pringleophaga kerguelensis sem lifir á hinni afskekktu Kergueleneyju, mitt á milli Suðurskautslandsins, Ástralíu og Afríku. Líkt og margar fuglategundir sem aðlagast hafa lífi á afskekktum eyjum hefur þetta fiðrildi tapað hæfileikanum til að fljúga.



Loftmynd af Kergueleneyju þar sem Pringleophaga kerguelensis lifir.

Rétt eins og erlend fiðrildi berast reglulega hingað til lands er ekki útilokað að fiðrildi sem lifa að jafnaði til dæmis í Suður-Ameríku geti borist með vindum til Suðurskautslandsins þó heimildaleit undirritaðs bendi ekki til þess að þau hafi fundist þar.

Mynd: ARCHIPEL DES KERGUELEN

...