- Brown-headed Spider Monkey (Ateles fusciceps) Þessi köngurapi lifir villtur í norðvesturhluta Suður-Ameríku, í Ekvador, Kólumbíu og norður til Panama. Heildarstofnstærð liggur ekki fyrir en rannsóknir benda til lítils þéttleika á kjörsvæðum hans (1,2 einstaklingar á ferkílómetra).
- Brúni köngurapinn (Ateles hybridus) Finnst á regnskógasvæðum í Kólumbíu og Venesúela. Tvær deilitegundir eru skilgreindar hjá þessari tegund og hefur þeim fækkað verulega á undanförnum árum. Ekki liggur fyrir mat á heildarstofnstærð.
- Northern Muriqui (Brachyteles hypoxanthus) Finnst villtur sunnarlega við Atlantshafsströnd Brasilíu meðal annars í Caparaó-þjóðgarðinum (Espírito Santo). Heildarstofnstærð tegundarinnar er aðeins um 850 einstaklingar.
- Blond Titi Monkey (Callicebus barbarabrownae) Finnst villtur við Atlantshafsströnd Brasilíu. Áætluð stofnstærð hans er 260 einstaklingar.
- Ljósi hettuapinn, Blonde Capuchin (Cebus flavius) Lifir við Atlantshafsströnd Brasilíu. Stofnstærð hans er aðeins um 180 einstaklingar.
- Hreisturapi (Cercopithecus dryas) Hreisturapinn lifir í regnskógum lýðveldisins Kongó (áður Zaire). Sennileg stofnstærð er innan við 200 einstaklingar.
- Black Bearded Saki (Chiropotes satanas) Þessi tegund er einlend í austurhluta Amazon-svæðisins í Brasilíu. Mikil staðbundin skógareyðing hefur valdið því að tegundinni hefur fækkað verulega undanfarin ár en stofnstærð er ekki þekkt.
- Rondo Dwarf Galago (Galagoides rondoensis) Þessi tegund finnst á sjö aðskildum svæðum í Tansaníu. Hún er verulega sjaldgæf og hefur lítinn þéttleika á kjörsvæði, sennilegur fjöldi er innan við 100 einstaklingar.
- Láglendis górilla (Gorilla gorilla) Lifir í miðhluta Afríku meðal annars í regnskógum Kongó, Kamerún, Mið-Afríkulýðveldinu, Miðbaugs-Gíneu, Angóla, Gabon og Nígeríu. Tegundinni er skipt niður í tvær deilitegundir, G. gorilla gorilla sem hefur vestari útbreiðslu og telur nú um 95 þúsund einstaklinga og G. gorilla diehli sem telur sennilega á bilinu 200 til 300 einstaklinga á 8000 m2 svæði.
- Alaotran Gentle Lemur (Hapalemur alaotrensis) Finnst á Madagaskar. Stofnstærðarmat frá 2004 sýndi að þá voru um 5 þúsund dýr í stofninum en tíu árum áður voru þau um 11 þúsund talsins.
- Colombian Woolly Monkey (Lagothrix lugens) Finnst í Kólumbíu. Heildarstofnstærð er óþekkt.
- Sahafary Sportive Lemur (Lepilemur septentrionalis) Finnst á Madagaskar. Heildarstofnstærð er fáein hundruð dýr.
- Celebes Crested Macaque (Macaca nigra) Finnst í þéttum skógum á Sulawesi í Indónesíu. Þessi api hefur einnig verið fluttur víða á eyjur í Indónesíu svo sem á Molucca-eyjur. Heildarstofnstærð er nú um 100 þúsund einstaklingar.
- Pagai Island Macaque (Macaca pagensis) Þessi tegund lifir villt á nokkrum eyjum vestur af Súmötru í Indónesíu. Heildarstofnstærðin er talin vera á bilinu 2.200 – 3.700 dýr.
- Black Crested Gibbon (Nomascus concolor) Lifir villtur í suðaustur Asíu, í Kína (Hunan), Laos og Víetnam. Heildarstofnstærð tegundarinnar er um 1.300 – 2.000 dýr.
- Hainan Gibbon (Nomascus hainanus) Þessi tegund dregur nafn sitt af eyjunni Hainan við suðurströnd Kína. Tegundin telur nú aðeins 13 einstaklinga en á 6. áratug síðustu aldar voru þeir um eitt þúsund talsins.
- Northern White-cheeked Gibbon (Nomascus leucogenys) Tegundin finnst víða í Laos og á mjög takmörkuðu svæði í Víetnam. Áður lifði tegundin einnig í Yunnan í Kína en er nú útdauð þar. Stofnstærðin er ekki þekkt.
- Cao-vit Crested Gibbon (Nomascus nasutus) Finnst á landamærasvæðum Víetnam og Kína. Stofnstærðin er sennilega um 50 dýr.
- Peruvian Yellow-tailed Woolly Monkey (Oreonax flavicauda) Finnst í Perú. Stofnstærð er ekki þekkt.
- Súmötru-orangútan (Pongo abelii) lifir villtur á eyjunni Súmötru í Indónesíu. Nýjustu stofnstærðarútreikningar frá 2004 benda til þess að tegundin telji nú um 7.300 einstaklinga á svæði sem er rúmlega 20 þúsund ferkílómetrar.
- Bornean Banded Langur (Presbytis chrysomelas) Lifir villtur á eyjunni Borneó. Heildarstofnstærðin er á bilinu 3-500 dýr.
- Pennant's Red Colobus (Procolobus pennantii) Þessi tegund greinist niður í þrjár deilitegundir sem eru landfræðilega aðskildar hver frá annarri. Þær finnast í þéttum regnskógum á eyjunni Bioko sem tilheyrir Miðbaugs-Gíneu, en einnig í Kongó og Nígeríu. Deilitegundin P. p. Bouvieri sem lifði við stórfljótið Kongó hefur ekki fundist í 25 ár en ekki hefur verið staðfest að hún sé útdauð. Á Bioko-eyju er stofnstærð pennantii-deilitegundarinnar um 5.000 dýr.
- Preuss’s Red Colobus (Procolobus preussi) Finnst í þéttum regnskógum Kamerún og Nígeríu. Flestir lifa þeir í Korup-þjóðgarðinum, á bilinu 10.000-15.000 dýr. Heildarstofnstærðin annars staðar er ekki þekkt.
- Greater Bamboo Lemur (Prolemur simus) Þessi tegund lifir á eyjunni Madagaskar líkt og allar aðrar tegundir lemúra. Búsvæðaeyðing hefur valdið því að þessi tegund og flestar aðrar tegundir lemúra eru nú komnar í hættu. Stóri bambus-lemúrinn er nú í mikilli útrýmingarhættu og telur innan við 100 einstaklinga.
- Silky Sifaka (Propithecus candidus) Lifir villtur á Madagaskar eins og aðrar tegundir sífakaapa. Tegundin er í mikilli útrýmingarhættu og telur innan við 250 fullorðna einstaklinga.
- Perrier’s Sifaka (Propithecus perrieri) Perrier-sífakinn finnst á aðeins 295 km2 svæði á norðurhluta Madagaskar. Heildarstofnstærðin er vart meiri en eitt þúsund einstaklingar.
- Grey-shanked Douc Langur (Pygathrix cinerea) Finnst í nokkrum fylkjum í miðhluta Víetnam. Heildarstofnstærðin er á bilinu 500-750 einstaklingar.
- Tonkin Snubbi (Rhinopithecus avunculus) Lifir í þéttum og afskekktum skógum í norðurhluta Víetnam. Sennilega eru ekki fleiri en 250 einstaklingar af þessari tegund.
- Kipunji (Rungwecebus kipunji) Vísindamenn fundu þessa tegund árið 2003 og er þetta sú tegund afrískra apa sem síðust var uppgötvuð. Tegundin lifir í Tansaníu og eins og gefur að skilja er hún afar sjaldgæf. Árið 2005 var stofnstærðin metin rétt rúmlega 1.100 einstaklingar.
- Fjallagórillan af Wikipedia - Sótt 04.06.10
- Brúni köngurapinn - Sótt 04.06.10
- Ljósi hettuapinn - Sótt 04.06.10
- Black Bearded Saki - Sótt 04.06.10
- Gorilla Gorilla af Wikipedia - Sótt 04.06.10
- Colombian Woolly Monkey - Sótt 04.06.10
- Celebes Crested Macaque af Wikipedia - Sótt 04.06.10
- Black Crested Gibbon - Sótt 04.06.10
- Female White Cheeked Gibbon af Wikipedia - Sótt 04.06.10
- Yellow-tailed Woolly Monkey - Sótt 04.06.10
- Greater bamboo lemur - Sótt 04.06.10
- Perrier's Sifaka - Sótt 04.06.10
- Tonkin Snubbi - Sótt 04.06.10
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað heita helstu apategundirnar sem eru í útrýmingarhættu, hvar lifa þær og hvað eru mörg dýr af hverri tengund?