Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hvað er New York miklu stærra en Reykjavík að flatarmáli?
New York er stærsta borg Bandaríkjanna með rúmlega 8 milljónir íbúa. Á Stór-New York svæðinu (New York metropolitan region), það er ef útborgir eru teknar með, búa hins vegar um 21,2 milljónir manna.
New York.
Borgin sjálf skiptist í fimm borgarhluta eða stjórnsýsluumdæmi (e. borough) sem eru Bronx, Brooklyn, Manhattan, Queens og Staten Island. Á heimasíðu Bandarísku hagstofunnar (U.S. Census Bureau) er að finna ýmsar tölfræðilegar upplýsingar um þessa borgarhluta, meðal annars stærð þeirra og fjölda íbúa.
Borgarhluti
Flatarmál (km2)
Íbúar 2003 (áætlun)
Þéttleiki (íbúar/km2)
Bronx
109
1.363.198
12.506
Brooklyn
182,9
2.472.523
13.518
Manhattan
59,5
1.564.798
26.299
Queens
282,9
2.225.486
7.867
Staten Island
151,5
459.737
3.035
New York borg
785,8
8.085.742
10.290
Spurt er um samanburð á stærð Reykjavíkur og New York og er gert ráð fyrir að átt sé við borgina New York en ekki fylkið. Reykjavík er um 273 km2 að flatarmáli eða litlu minni en Queens hverfið. New York er því tæplega 2,9 sinnum stærri en höfuðborgin okkar. Höfuðborgarsvæðið í heild er þó stærra en New York borg þar sem það er 1.062 km2 (sjá nánar í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er Stór-Reykjavíkur svæðið stórt sem hlutfall af öllu landinu?)
Það er ekki síður athyglisvert að bera saman þéttleika byggðarinnar í þessum tveimur borgum. Eins og taflan hér að ofan sýnir eru tæplega 10.300 íbúar á hvern ferkílómetra í New York. Hætt er við að Reykvíkingum finnist það full mikið í samanburði við það sem þeir eiga að venjast. Þann 1. desember 2004 voru íbúar Reykjavíkur 113.730 talsins sem þýðir að tæplega 417 íbúar voru um hvern ferkílómetra í borginni.
Heimildir og mynd:
Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað eru mörg hverfi í New York borg?“ Vísindavefurinn, 18. október 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5337.
Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2005, 18. október). Hvað eru mörg hverfi í New York borg? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5337
Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað eru mörg hverfi í New York borg?“ Vísindavefurinn. 18. okt. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5337>.