Í sveskjum er mikið af A-vítamíni og andoxunarefnum. Þær eru einnig fullar af trefjum og góðar fyrir meltinguna. Sveskjur hafa lengi vel verið notaðar sem hægðalosandi lyf og voru meðal annars markaðssettar sem slíkar í Bandaríkjunum um miðja 20. öldina. Í dag hafa sveskjuframleiðendur þar í landi þó hætt þeirri markaðssetningu til að reyna að höfða til ungs fólks, sem tengir sveskjur helst við eldri borgara. Þar sem sveskjur eru þurrkaðar innihalda þær mjög lítið vatn, en sveskjusafi þekkist engu að síður. Hann er búinn til með því að mýkja sveskjur upp með gufu og stappa þær saman. Útkoman er þykkur grautur sem má þynna með vatni eftir smekk. Sveskjusafi sem kallast suanmeitang er búinn til úr súrum sveskjum og er vinsæll svaladrykkur í Kína, þar hefur hann verið lagaður í meira en þúsund ár. Heimildir og frekara lesefni:
- Sveskjur á Wikipedia.
- Nanna Rögnvaldsdóttir. Matarást. Forlagið, 1998.
- Hvers vegna fær maður niðurgang af sveskjum? eftir Björn Sigurð Gunnarsson.
- Í hvaða fæðutegundum er A-vítamín? eftir EDS.
- Er hafragrautur hollur? eftir Björn Sigurð Gunnarsson.
- Myndin er fengin af síðu David Lebovitz.
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.