Í ævintýrum, svo sem Mjallhvíti og dvergunum sjö, eru stjúpur gjarnan illar og öfundsjúkar út í stjúpbörn sín.Stjúpfaðir, stjúpi, er aftur á móti kvæntur eða í sambúð með móður barns og gengur barninu í föðurstað. Barnið er þá stjúpbarn hans, stjúpsonur eða stjúpdóttir eftir atvikum. Stjúpmóðir, stjúpa, er gift eða í sambúð með föður barns og gengur barninu í móðurstað. Forliðurinn stjúp- er talinn merkja ‘stýfður, sviptur (öðru foreldri), stúfur’. Hann er til í öðrum germönskum málum, til dæmis sem step- í ensku orðunum stepmother og stepfather. Mynd: The wicked queen and the magic mirror.
Útgáfudagur
1.7.2005
Spyrjandi
Steinunn Sigurðardóttir
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Hver er munurinn á fósturforeldrum og stjúpforeldrum?“ Vísindavefurinn, 1. júlí 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5105.
Guðrún Kvaran. (2005, 1. júlí). Hver er munurinn á fósturforeldrum og stjúpforeldrum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5105
Guðrún Kvaran. „Hver er munurinn á fósturforeldrum og stjúpforeldrum?“ Vísindavefurinn. 1. júl. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5105>.