Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Nákvæmlega hvenær og hvernig sú hefð komst á að vísindamenn, og þá sérstaklega þeir sem vinna á tilraunastofum, klæðist hvítum sloppum er ekki fullljóst en vissulega hefur slíkur klæðnaður ýmsa kosti. Hann ver annan fatnað fyrir efnum og óhreinindum og hann er eins konar einkennisbúningur eða stöðutákn sem aðgreinir þann sem honum klæðist frá öðrum og gefur til kynna að viðkomandi sinni ákveðnum störfum.
Vísindamenn voru farnir að nota sloppa á undan læknum. Um miðja 19. öld vildu læknar breyta ímynd sinni sem áður hafði að einhverju leyti tengst skottulækningum. Þeir vildu fá meira vísindalegt yfirbragð þar sem vísindamenn nutu meiri virðingar og trausts en læknastéttin. Upptaka sloppsins meðal lækna var liður í þessu.
Læknarnir í hinum vinsæla sjónvarpsþætti Grey's Anatomy klæðast ýmist hvítum sloppum eða bláum göllum.
Í upphafi voru slopparnir ekki hvítir heldur drapplitaðir. Læknar völdu hins vegar hvíta litinn og voru með því, meðvitað eða ómeðvitað, að draga upp andstæða mynd við svartklædda klerka sem oft sinntu sjúklingum á sjúkrahúsum fyrr á tímum og fólk tengdi við sorg og dauða. Með hvíta litnum átti að leggja áherslu á að sjúkrahús væru ekki nátengd dauðanum heldur staður þar sem fólk gæti öðlast bata.
Með tímanum hafa vinsældir hvíta sloppsins eitthvað minnkað meðal lækna en kannanir hafa sýnt að sjúklingar, sérstaklega þeir sem eldri eru, vilja frekar að læknar klæðist sloppnum.
Heimildir og mynd:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.
EDS. „Af hverju eru vísindamenn og læknar oft í hvítum sloppum?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50394.
EDS. (2008, 21. nóvember). Af hverju eru vísindamenn og læknar oft í hvítum sloppum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50394
EDS. „Af hverju eru vísindamenn og læknar oft í hvítum sloppum?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50394>.