Þegar fitukirtlar í andliti stækka vegna uppsafnaðrar húðfitu myndast fílapenslar. Þar sem sumar bakteríur nærast á húðfitu geta fílapenslar orðið að bólum og jafnvel kýlum. Hinn svarti litur fílapenslanna stafar af húðlitarefninu melaníni og oxaðri olíu, en ekki óhreinindum eins og margir telja. Á kynþroskaskeiðinu stækka fitukirtlar og starfsemi þeirra eykst. Í sumum tilfellum bólgna þeir ef ástandið er slæmt og er þá talað um að unglingurinn sé með gelgjubólur eða unglingabólur (e. acne).
Hvernig verða unglingabólur til?
Útgáfudagur
4.5.2005
Spyrjandi
Fanndís Fjóla Hávarðardóttir, f. 1990
Sunna Rós Rúnarsdóttir, f. 1996
Tilvísun
EDS. „Hvernig verða unglingabólur til?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4976.
EDS. (2005, 4. maí). Hvernig verða unglingabólur til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4976
EDS. „Hvernig verða unglingabólur til?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4976>.