Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er til dýr sem heitir perluhæna?

Jón Már Halldórsson

Perluhæna (Numida meleagris) er afrískur hænsnfugl. Upprunaleg heimkynni hennar eru víða á svæðum sunnan Sahara og á Madagaskar en fuglinn hefur einnig verið fluttur inn til sportveiða í Vestur-Indíum og Frakklandi.

Kjörlendi perluhænunnar eru heit og þurr svæði þar sem ekki er mikið um gróður svo sem á staktrjáasléttunum í sunnanverðri Afríku.


Perluhæna (Numida meleagris).

Perluhænan er stór og feitlaginn fugl, 60-68 cm á lengd. Höfuðið er lítið og nakið með bláa vanga. Perluhæna kann best við sig á jörðinni og eyðir þar miklum tíma við að tína upp ýmiskonar hryggleysingja. Ef styggð kemur að henni þá tekur hún frekar til fótanna en að fljúga í burtu.

Perluhæna hefur verið ræktuð víða í Evrópu frá fornu fari og er hægt að fá kjöt af henni í flestum í stórmörkuðum í álfunni. Frakkar eru hrifnir af perluhænunni sem veislumat enda er kjöt hennar afar meyrt og gott. Undanfarin misseri hefur perluhæna verið fáanleg í nokkrum verslunum hér á landi.

Mynd: Kenya Birds.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.4.2005

Spyrjandi

Hreinn Hreinsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er til dýr sem heitir perluhæna?“ Vísindavefurinn, 15. apríl 2005, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4885.

Jón Már Halldórsson. (2005, 15. apríl). Er til dýr sem heitir perluhæna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4885

Jón Már Halldórsson. „Er til dýr sem heitir perluhæna?“ Vísindavefurinn. 15. apr. 2005. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4885>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er til dýr sem heitir perluhæna?
Perluhæna (Numida meleagris) er afrískur hænsnfugl. Upprunaleg heimkynni hennar eru víða á svæðum sunnan Sahara og á Madagaskar en fuglinn hefur einnig verið fluttur inn til sportveiða í Vestur-Indíum og Frakklandi.

Kjörlendi perluhænunnar eru heit og þurr svæði þar sem ekki er mikið um gróður svo sem á staktrjáasléttunum í sunnanverðri Afríku.


Perluhæna (Numida meleagris).

Perluhænan er stór og feitlaginn fugl, 60-68 cm á lengd. Höfuðið er lítið og nakið með bláa vanga. Perluhæna kann best við sig á jörðinni og eyðir þar miklum tíma við að tína upp ýmiskonar hryggleysingja. Ef styggð kemur að henni þá tekur hún frekar til fótanna en að fljúga í burtu.

Perluhæna hefur verið ræktuð víða í Evrópu frá fornu fari og er hægt að fá kjöt af henni í flestum í stórmörkuðum í álfunni. Frakkar eru hrifnir af perluhænunni sem veislumat enda er kjöt hennar afar meyrt og gott. Undanfarin misseri hefur perluhæna verið fáanleg í nokkrum verslunum hér á landi.

Mynd: Kenya Birds....