Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru Bretar kallaðir Tjallar?

JGÞ

Orðið Tjalli er notað um Breta, sérstakleg breska sjómenn. Það er einfaldlega dregið af Charley sem er gælunafn þeirra sem heita Charles.

Íslenska orðið tjalli er þess vegna myndað með hljóðlíkingu.

Breska nafnið Charles er það sama og Karl í germönskum málum. Þeir sem kalla Karl Bretaprins 'Kalla Bretaprins' gætu þess vegna allt eins sagt 'Tjalli Bretaprins'.



Nokkrir tjallar.

Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er að finna nokkur mergjuð dæmi um orðið tjalla, til dæmis þessi:
  • Helvítis tjallinn, betur að væri kominn torfuhnaus uppí kjaftinn áonum, bölvar karlinn.
  • Íslenzkir togaramenn kalla Breta alltaf Tjalla.
  • Við skyldum hefna okkar í kvöld, slá eins marga tjalla í rot og við gætum, sýna þessum yfirgangsseggjum, kvennabullum og lúsablesum, að við værum öngir aumingjar!

Á ensku er Charley notað yfir ýmislegt, til dæmis, marxista, kommúnista, víetkongliða, púrítana, maóista og svo mætti lengja telja. Í samheitaorðabók fundum við þennan lista yfir samheiti nafnsins Charley:
Argus, Bolshevik, Bolshevist, Bolshie, Carbonarist, Carbonaro, Castroist, Castroite, Communist, Cong, Fenian, Guevarist, Jacobin, Leninist, Maoist, Marxist, Mau-Mau, Puritan, Red, Red Republican, Roundhead, Sinn Feiner, Trotskyist, Trotskyite, VC, Vietcong, Yankee, Yankee Doodle, airplane spotter, anarch, anarchist, bonnet rouge, bushfighter, bushwhacker, casual, criminal syndicalist, fire patrolman, fire warden, fireguard, forward observer, guerrilla, irregular, lookout, lookout man, maquis, maquisard, night watchman, partisan, patrol, patroller, patrolman, picket, rebel, red, resistance, resistance fighter, revolutionary, revolutionary junta, revolutioner, revolutionist, revolutionizer, roundsman, sans-culotte, sans-culottist, scout, sentinel, sentry, spotter, subversive, syndicalist, terrorist, underground, underground fighter, vedette, watch, watcher, watchkeeper, watchman

Heimild:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

13.4.2005

Spyrjandi

Karl Þórðarson

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju eru Bretar kallaðir Tjallar?“ Vísindavefurinn, 13. apríl 2005, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4882.

JGÞ. (2005, 13. apríl). Af hverju eru Bretar kallaðir Tjallar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4882

JGÞ. „Af hverju eru Bretar kallaðir Tjallar?“ Vísindavefurinn. 13. apr. 2005. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4882>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru Bretar kallaðir Tjallar?
Orðið Tjalli er notað um Breta, sérstakleg breska sjómenn. Það er einfaldlega dregið af Charley sem er gælunafn þeirra sem heita Charles.

Íslenska orðið tjalli er þess vegna myndað með hljóðlíkingu.

Breska nafnið Charles er það sama og Karl í germönskum málum. Þeir sem kalla Karl Bretaprins 'Kalla Bretaprins' gætu þess vegna allt eins sagt 'Tjalli Bretaprins'.



Nokkrir tjallar.

Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er að finna nokkur mergjuð dæmi um orðið tjalla, til dæmis þessi:
  • Helvítis tjallinn, betur að væri kominn torfuhnaus uppí kjaftinn áonum, bölvar karlinn.
  • Íslenzkir togaramenn kalla Breta alltaf Tjalla.
  • Við skyldum hefna okkar í kvöld, slá eins marga tjalla í rot og við gætum, sýna þessum yfirgangsseggjum, kvennabullum og lúsablesum, að við værum öngir aumingjar!

Á ensku er Charley notað yfir ýmislegt, til dæmis, marxista, kommúnista, víetkongliða, púrítana, maóista og svo mætti lengja telja. Í samheitaorðabók fundum við þennan lista yfir samheiti nafnsins Charley:
Argus, Bolshevik, Bolshevist, Bolshie, Carbonarist, Carbonaro, Castroist, Castroite, Communist, Cong, Fenian, Guevarist, Jacobin, Leninist, Maoist, Marxist, Mau-Mau, Puritan, Red, Red Republican, Roundhead, Sinn Feiner, Trotskyist, Trotskyite, VC, Vietcong, Yankee, Yankee Doodle, airplane spotter, anarch, anarchist, bonnet rouge, bushfighter, bushwhacker, casual, criminal syndicalist, fire patrolman, fire warden, fireguard, forward observer, guerrilla, irregular, lookout, lookout man, maquis, maquisard, night watchman, partisan, patrol, patroller, patrolman, picket, rebel, red, resistance, resistance fighter, revolutionary, revolutionary junta, revolutioner, revolutionist, revolutionizer, roundsman, sans-culotte, sans-culottist, scout, sentinel, sentry, spotter, subversive, syndicalist, terrorist, underground, underground fighter, vedette, watch, watcher, watchkeeper, watchman

Heimild:...