Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Mörg tré fella laufblöð sem eru á endum greinanna síðast. Hvernig stendur á þessu?

Þröstur Eysteinsson

Felling laufblaða er einkum stjórnað af samspili tveggja plöntuhormóna, áxíni og absisínsýru.

Absisínsýran veldur því að laufblöðin falla. Áxín er hins vegar framleitt í lifandi laufblöðum og svo lengi sem styrkur þess er tiltölulega hár kemur það í veg fyrir að absisínsýra vinni sitt verk.

Áxínstyrkur er hæstur í ungum blöðum en minnkar svo eftir því sem blöðin eldast. Áxínstyrkur er einnig minni í blöðum sem lenda í skugga eða hafa orðið fyrir hnjaski. Þegar áxínmagn fer niður fyrir ákveðið mark tekur absisínsýra til við að virka og blaðið fellur.



Laufblöð sem eru á endum greina eru yngst og þess vegna er áxínstyrkur í þeim hæstur. Þegar haustar tekur því lengri tíma fyrir áxínmagnið að lækka nóg til þess að þau falli, samanborði við eldri blöð innar á greininni.

Mynd: Tree-Ring Services

Höfundur

Þröstur Eysteinsson

skógræktarstjóri

Útgáfudagur

27.1.2005

Spyrjandi

Jóhann Ingi Ólafsson

Tilvísun

Þröstur Eysteinsson. „Mörg tré fella laufblöð sem eru á endum greinanna síðast. Hvernig stendur á þessu?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4729.

Þröstur Eysteinsson. (2005, 27. janúar). Mörg tré fella laufblöð sem eru á endum greinanna síðast. Hvernig stendur á þessu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4729

Þröstur Eysteinsson. „Mörg tré fella laufblöð sem eru á endum greinanna síðast. Hvernig stendur á þessu?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4729>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Mörg tré fella laufblöð sem eru á endum greinanna síðast. Hvernig stendur á þessu?
Felling laufblaða er einkum stjórnað af samspili tveggja plöntuhormóna, áxíni og absisínsýru.

Absisínsýran veldur því að laufblöðin falla. Áxín er hins vegar framleitt í lifandi laufblöðum og svo lengi sem styrkur þess er tiltölulega hár kemur það í veg fyrir að absisínsýra vinni sitt verk.

Áxínstyrkur er hæstur í ungum blöðum en minnkar svo eftir því sem blöðin eldast. Áxínstyrkur er einnig minni í blöðum sem lenda í skugga eða hafa orðið fyrir hnjaski. Þegar áxínmagn fer niður fyrir ákveðið mark tekur absisínsýra til við að virka og blaðið fellur.



Laufblöð sem eru á endum greina eru yngst og þess vegna er áxínstyrkur í þeim hæstur. Þegar haustar tekur því lengri tíma fyrir áxínmagnið að lækka nóg til þess að þau falli, samanborði við eldri blöð innar á greininni.

Mynd: Tree-Ring Services

...