Skyndilega birtist hönd í myrkrinu og skot reið af. Egill fann þegar heitt blóðið rann niður kinnina á honum.Hér er því haldið leyndu hver hleypti af skotinu og kaflinn endar án þess að lesandinn viti hvað verður um Egil. Þannig skapast spenna og lesandinn flýtir sér að fletta á næstu síðu þar sem hann vonast eftir að fá upplýsingarnar sem vantar. Á ensku nefnast spennuþrungin atvik eins og þessi cliffhanger. Skáldsögur enska rithöfundarins Charles Dickens (1812-1870) sem birtust margar fyrst sem framhaldssögur eru þekktar fyrir spennuþrungin atvik í lok kafla. Heimildir og mynd:
- Schellingar, Paul (ritstj.), Encyclopedia of the Novel, Fitzroy Dearborn, Chicago og London, 1998.
- UAMC Reviews Sylvester Stallone's Rock Solid Action Classic - Cliffhanger (1993) - Ultimate Action Movie Club. (Sótt 2.02.2023).
- Orðabók Háskólans