Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Þeim sem borða harðfisk með ánægju finnst yfirleitt líka lyktin af honum góð. Ef fólki líkar ekki lyktin af harðfiski borðar það hann yfirleitt ekki heldur. Sama á við um hákarl og margar aðrar fæðutegundir, einkum ef við skoðum allan þann mat sem hinar ýmsu þjóðir heimsins leggja sér til munns.
Það sem við köllum skít er oft og tíðum fæða flugnanna og hlutverk þeirra í vistkerfinu er mikilvægt. Það er svo sem líklegt að þær skynji eitthvað sem eðlilegt er að kalla "lykt" og noti þá skynjun til að vísa sér á fæðuna. Þessa hegðun þeirra má ef til vill túlka þannig frá sjónarmiði mannanna að flugunum finnist þá þessi lykt "góð." En varla eru það samt eigin orð flugnanna.