Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort býr steinn yfir meiri orku uppi á fjalli eða niðri í fjöru?

EÖÞ

Í svari Stefáns Inga Valdimarssonar við spurningunni Er kraftur sama og orka? segir meðal annars:
Orka er eiginleiki sem hlutir búa yfir. Hún kemur fyrir í ýmsum myndum eða orkuformum. Þar á meðal má nefna stöðuorku, hreyfiorku, raforku, spennuorku, varmaorku, efnaorku og kjarnorku. Sambandið á milli krafts og orku í eðlisfræði felst í hugtaki sem kallast vinna. Þegar verkað er með krafti á hlut sem færist ákveðna vegalengd þá er sagt að krafturinn framkvæmi vinnu. Með því að framkvæma vinnu er hægt að breyta orkuinnihaldi hluta.
Þannig er ljóst að steinn sem staðsettur er uppi á fjalli býr yfir meiri stöðuorku en steinn sem liggur í fjörunni. Búið er að framkvæma vinnu við að koma steininum upp á fjallið (hvort sem það var í eldgosi eða á annan hátt) og sú stöðuorka sem vinnan felur steininum geymist í honum. Ef steinninn veltur svo niður af fjallinu minnkar stöðurorka hans og breytist fyrst í hreyfiorku á leiðinni en síðan í varmaorku.

Ef duglegur göngugarpur tæki sig nú til flytti stein frá fjörunni og upp á fjall er ljóst að hann þyrfti að erfiða meira, framkvæma meiri vinnu, en ef hann væri án steinsins. Sú aukavinna, knúin áfram af efnaorku göngugarpsins, breytir þá stöðuorku steinsins.

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.4.2004

Spyrjandi

Anna Sóley

Efnisorð

Tilvísun

EÖÞ. „Hvort býr steinn yfir meiri orku uppi á fjalli eða niðri í fjöru?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4149.

EÖÞ. (2004, 16. apríl). Hvort býr steinn yfir meiri orku uppi á fjalli eða niðri í fjöru? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4149

EÖÞ. „Hvort býr steinn yfir meiri orku uppi á fjalli eða niðri í fjöru?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4149>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort býr steinn yfir meiri orku uppi á fjalli eða niðri í fjöru?
Í svari Stefáns Inga Valdimarssonar við spurningunni Er kraftur sama og orka? segir meðal annars:

Orka er eiginleiki sem hlutir búa yfir. Hún kemur fyrir í ýmsum myndum eða orkuformum. Þar á meðal má nefna stöðuorku, hreyfiorku, raforku, spennuorku, varmaorku, efnaorku og kjarnorku. Sambandið á milli krafts og orku í eðlisfræði felst í hugtaki sem kallast vinna. Þegar verkað er með krafti á hlut sem færist ákveðna vegalengd þá er sagt að krafturinn framkvæmi vinnu. Með því að framkvæma vinnu er hægt að breyta orkuinnihaldi hluta.
Þannig er ljóst að steinn sem staðsettur er uppi á fjalli býr yfir meiri stöðuorku en steinn sem liggur í fjörunni. Búið er að framkvæma vinnu við að koma steininum upp á fjallið (hvort sem það var í eldgosi eða á annan hátt) og sú stöðuorka sem vinnan felur steininum geymist í honum. Ef steinninn veltur svo niður af fjallinu minnkar stöðurorka hans og breytist fyrst í hreyfiorku á leiðinni en síðan í varmaorku.

Ef duglegur göngugarpur tæki sig nú til flytti stein frá fjörunni og upp á fjall er ljóst að hann þyrfti að erfiða meira, framkvæma meiri vinnu, en ef hann væri án steinsins. Sú aukavinna, knúin áfram af efnaorku göngugarpsins, breytir þá stöðuorku steinsins....