Ef loftþrýstingur er breytilegur frá einum stað til annars verður vindur. [...] Vindur sem orsakast af þrýstimun sem spannar stórt svæði (meira en 100 km eða þar um bil) streymir ekki rakleitt frá háþrýstisvæði að lágþrýstisvæði. [...] Þess í stað blæs vindurinn umhverfis lágþrýstisvæði á norðurhveli jarðar rangsælis en réttsælis á suðurhveli. Koma þar til sögunnar áhrif snúnings jarðar sem leiða til svokallaðs svigkrafts sem á erlendum málum er kenndur við Coriolis. Svigkraftur jarðar leitast við að sveigja loftið til hægri á norðurhveli, en til vinstri á suðurhveli.Áhugasömum er bent á að lesa svarið til hlítar.
Hvernig fer vindurinn af stað?
Útgáfudagur
31.3.2004
Spyrjandi
Guðrún Guðmundsdóttir
Tilvísun
EÖÞ. „Hvernig fer vindurinn af stað?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4114.
EÖÞ. (2004, 31. mars). Hvernig fer vindurinn af stað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4114
EÖÞ. „Hvernig fer vindurinn af stað?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4114>.