Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um rauða blettinn á Júpíter?

Arnar Freyr Valsson og Sævar Bachmann Kjartansson

Rauði bletturinn er eitt af einkennistáknum Júpíter. Hann hefur sést frá jörðinni í rúmlega 300 ár. Bletturinn er það stór að innan hans gætu rúmast tvær reikistjörnur á stærð við jörðina. Hann er um 25.000 km langur og 14.000 km breiður. Bletturinn er frægasta fyrirbæri utan jarðar sem tengist veðri.



Mynd af rauða blettinum sem Galíleó-könnunarfarið tók 27. ágúst 1996.

Bletturinn var lengi talinn vera stormsveipur í gufuhvolfi Júpíters en athuganir með innrauðu ljósi benda til þess að hann sé háþrýstisvæði með skýjatoppum sem eru mjög háir og svalari en aðliggjandi svæði.

Hægt er að lesa meira um Júpíter og rauða blettinn í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um Júpíter?

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundar

nemandi í Holtaskóla

nemandi í Holtaskóla

Útgáfudagur

1.3.2004

Spyrjandi

Auðunn Birgir Harðarson, f. 1988

Tilvísun

Arnar Freyr Valsson og Sævar Bachmann Kjartansson. „Hvað getið þið sagt mér um rauða blettinn á Júpíter?“ Vísindavefurinn, 1. mars 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4029.

Arnar Freyr Valsson og Sævar Bachmann Kjartansson. (2004, 1. mars). Hvað getið þið sagt mér um rauða blettinn á Júpíter? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4029

Arnar Freyr Valsson og Sævar Bachmann Kjartansson. „Hvað getið þið sagt mér um rauða blettinn á Júpíter?“ Vísindavefurinn. 1. mar. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4029>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um rauða blettinn á Júpíter?
Rauði bletturinn er eitt af einkennistáknum Júpíter. Hann hefur sést frá jörðinni í rúmlega 300 ár. Bletturinn er það stór að innan hans gætu rúmast tvær reikistjörnur á stærð við jörðina. Hann er um 25.000 km langur og 14.000 km breiður. Bletturinn er frægasta fyrirbæri utan jarðar sem tengist veðri.



Mynd af rauða blettinum sem Galíleó-könnunarfarið tók 27. ágúst 1996.

Bletturinn var lengi talinn vera stormsveipur í gufuhvolfi Júpíters en athuganir með innrauðu ljósi benda til þess að hann sé háþrýstisvæði með skýjatoppum sem eru mjög háir og svalari en aðliggjandi svæði.

Hægt er að lesa meira um Júpíter og rauða blettinn í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um Júpíter?

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

...