Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er tíðni og nýgengi hinna ýmsu krabbameinstegunda?

Laufey Tryggvadóttir

Árlega greinast um 1.100 einstaklingar með krabbamein á Íslandi eins og lesa má um í öðru svari sama höfundar.

Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengast meðal karla og krabbamein í brjóstum er algengast hjá konum. Lungnakrabbamein er með næst hæst nýgengi hjá báðum kynjum og í þriðja sæti er krabbamein í ristli. Þegar krabbameinsskráning hófst á landinu árið 1954 var krabbamein í maga í efsta sæti hjá körlum en er nú komið niður í 6. sæti.

Lífshorfur eru mismunandi fyrir hin ýmsu mein og margir einstaklingar læknast eins og lesa má um í svari Helgu Ögmundsdóttur við spurningunni Er allt krabbamein lífshættulegt?

Í árslok 2004 voru um 9.000 einstaklingar á lífi sem höfðu einhvern tímann fengið krabbameinsgreiningu. Þar af höfðu yfir 33% karla greinst með mein í blöðruhálskirtli og yfir 35% kvenna greinst með mein í brjósti, en batahorfur eru góðar hjá þeim sem greinast með þessar tegundir krabbameina. Hins vegar voru einstaklingar sem höfðu greinst með lungnakrabbamein aðeins um 3% þeirra sem voru enn á lífi því horfurnar eru slæmar fyrir þetta tíðasta reykingartengda mein.

Nánari upplýsingar um nýgengi og algengi hinna ýmsu krabbameina er að finna í ársskýrslu Krabbameinsfélags Íslands á heimasíðu félagsins www.krabb.is.

Mynd: YourMedicalSource

Höfundur

Laufey Tryggvadóttir

faraldsfræðingur, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands

Útgáfudagur

24.2.2004

Spyrjandi

Guðrún Tómasdóttir

Tilvísun

Laufey Tryggvadóttir. „Hver er tíðni og nýgengi hinna ýmsu krabbameinstegunda?“ Vísindavefurinn, 24. febrúar 2004, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4015.

Laufey Tryggvadóttir. (2004, 24. febrúar). Hver er tíðni og nýgengi hinna ýmsu krabbameinstegunda? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4015

Laufey Tryggvadóttir. „Hver er tíðni og nýgengi hinna ýmsu krabbameinstegunda?“ Vísindavefurinn. 24. feb. 2004. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4015>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er tíðni og nýgengi hinna ýmsu krabbameinstegunda?
Árlega greinast um 1.100 einstaklingar með krabbamein á Íslandi eins og lesa má um í öðru svari sama höfundar.

Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengast meðal karla og krabbamein í brjóstum er algengast hjá konum. Lungnakrabbamein er með næst hæst nýgengi hjá báðum kynjum og í þriðja sæti er krabbamein í ristli. Þegar krabbameinsskráning hófst á landinu árið 1954 var krabbamein í maga í efsta sæti hjá körlum en er nú komið niður í 6. sæti.

Lífshorfur eru mismunandi fyrir hin ýmsu mein og margir einstaklingar læknast eins og lesa má um í svari Helgu Ögmundsdóttur við spurningunni Er allt krabbamein lífshættulegt?

Í árslok 2004 voru um 9.000 einstaklingar á lífi sem höfðu einhvern tímann fengið krabbameinsgreiningu. Þar af höfðu yfir 33% karla greinst með mein í blöðruhálskirtli og yfir 35% kvenna greinst með mein í brjósti, en batahorfur eru góðar hjá þeim sem greinast með þessar tegundir krabbameina. Hins vegar voru einstaklingar sem höfðu greinst með lungnakrabbamein aðeins um 3% þeirra sem voru enn á lífi því horfurnar eru slæmar fyrir þetta tíðasta reykingartengda mein.

Nánari upplýsingar um nýgengi og algengi hinna ýmsu krabbameina er að finna í ársskýrslu Krabbameinsfélags Íslands á heimasíðu félagsins www.krabb.is.

Mynd: YourMedicalSource

...