Í árslok 2004 voru um 9.000 einstaklingar á lífi sem höfðu einhvern tímann fengið krabbameinsgreiningu. Þar af höfðu yfir 33% karla greinst með mein í blöðruhálskirtli og yfir 35% kvenna greinst með mein í brjósti, en batahorfur eru góðar hjá þeim sem greinast með þessar tegundir krabbameina. Hins vegar voru einstaklingar sem höfðu greinst með lungnakrabbamein aðeins um 3% þeirra sem voru enn á lífi því horfurnar eru slæmar fyrir þetta tíðasta reykingartengda mein. Nánari upplýsingar um nýgengi og algengi hinna ýmsu krabbameina er að finna í ársskýrslu Krabbameinsfélags Íslands á heimasíðu félagsins www.krabb.is. Mynd: YourMedicalSource
Hver er tíðni og nýgengi hinna ýmsu krabbameinstegunda?
Í árslok 2004 voru um 9.000 einstaklingar á lífi sem höfðu einhvern tímann fengið krabbameinsgreiningu. Þar af höfðu yfir 33% karla greinst með mein í blöðruhálskirtli og yfir 35% kvenna greinst með mein í brjósti, en batahorfur eru góðar hjá þeim sem greinast með þessar tegundir krabbameina. Hins vegar voru einstaklingar sem höfðu greinst með lungnakrabbamein aðeins um 3% þeirra sem voru enn á lífi því horfurnar eru slæmar fyrir þetta tíðasta reykingartengda mein. Nánari upplýsingar um nýgengi og algengi hinna ýmsu krabbameina er að finna í ársskýrslu Krabbameinsfélags Íslands á heimasíðu félagsins www.krabb.is. Mynd: YourMedicalSource
Útgáfudagur
24.2.2004
Spyrjandi
Guðrún Tómasdóttir
Tilvísun
Laufey Tryggvadóttir. „Hver er tíðni og nýgengi hinna ýmsu krabbameinstegunda?“ Vísindavefurinn, 24. febrúar 2004, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4015.
Laufey Tryggvadóttir. (2004, 24. febrúar). Hver er tíðni og nýgengi hinna ýmsu krabbameinstegunda? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4015
Laufey Tryggvadóttir. „Hver er tíðni og nýgengi hinna ýmsu krabbameinstegunda?“ Vísindavefurinn. 24. feb. 2004. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4015>.