Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju dregur Blönduhlíð í Skagafirði nafn sitt?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Blönduhlíð í Skagafirði er nefnd þegar í Landnámu þar sem Hjálmólfr nam land (Íslenzk fornrit I:234).

Eina skýringin á nafninu er sú að núverandi Héraðsvötn hafi heitið Blanda. Það er óneitanlega sérkennilegt að Blönduhlíð skuli vera þar sem engin Blanda er nú en engin Blönduhlíð skuli vera við Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu. Í Húnavatnssýslu er hins vegar Blöndudalur.

Hugsanlega hafa Blönduhlíðarnar verið tvær, hvor í sínu héraði, og til þess að forðast að þeim væri ruglað saman, hafi bæði Skagfirðingar og Húnvetningar gert ráðstafanir, aðrir felldu niður árnafnið en hinir sveitarnafnið. Þetta er þó einungis tilgáta höfundar.



Hér sjást Blönduhlíðarfjöll.

Önnur Blönduhlíð er til sem bær í Hörðudal í Dalasýslu en þar er engin Blanda. Þriðja Blönduhlíðin er svo nafn á túni sem liggur við lækinn Blöndu í landi Borgarhafnar í Hornafirði.

Nafnið Blanda hefur verið haft um jökullitað vatnsfall. Einnig er nafnið Blanda til um flóð (Traðarholt í Stokkseyrarhreppi), stöðuvatn (Jórvík í Skaftártungu) og tjarnir (Arnarbælistorfa í Ölfusi).

Mynd: Blönduhlíðarfjöll

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

3.2.2004

Spyrjandi

Magnús Magnússon

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Af hverju dregur Blönduhlíð í Skagafirði nafn sitt?“ Vísindavefurinn, 3. febrúar 2004, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3984.

Svavar Sigmundsson. (2004, 3. febrúar). Af hverju dregur Blönduhlíð í Skagafirði nafn sitt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3984

Svavar Sigmundsson. „Af hverju dregur Blönduhlíð í Skagafirði nafn sitt?“ Vísindavefurinn. 3. feb. 2004. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3984>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju dregur Blönduhlíð í Skagafirði nafn sitt?
Blönduhlíð í Skagafirði er nefnd þegar í Landnámu þar sem Hjálmólfr nam land (Íslenzk fornrit I:234).

Eina skýringin á nafninu er sú að núverandi Héraðsvötn hafi heitið Blanda. Það er óneitanlega sérkennilegt að Blönduhlíð skuli vera þar sem engin Blanda er nú en engin Blönduhlíð skuli vera við Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu. Í Húnavatnssýslu er hins vegar Blöndudalur.

Hugsanlega hafa Blönduhlíðarnar verið tvær, hvor í sínu héraði, og til þess að forðast að þeim væri ruglað saman, hafi bæði Skagfirðingar og Húnvetningar gert ráðstafanir, aðrir felldu niður árnafnið en hinir sveitarnafnið. Þetta er þó einungis tilgáta höfundar.



Hér sjást Blönduhlíðarfjöll.

Önnur Blönduhlíð er til sem bær í Hörðudal í Dalasýslu en þar er engin Blanda. Þriðja Blönduhlíðin er svo nafn á túni sem liggur við lækinn Blöndu í landi Borgarhafnar í Hornafirði.

Nafnið Blanda hefur verið haft um jökullitað vatnsfall. Einnig er nafnið Blanda til um flóð (Traðarholt í Stokkseyrarhreppi), stöðuvatn (Jórvík í Skaftártungu) og tjarnir (Arnarbælistorfa í Ölfusi).

Mynd: Blönduhlíðarfjöll...