Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er þorskurinn hrææta?

Jón Már Halldórsson

Á undanförnum áratugum hafa miklar rannsóknir farið fram á fæðuháttum þorsksins (Gadus morhua) hér við land enda hefur hann verið okkar mikilvægasti nytjafiskur.

Þorskurinn er sannarlega afkastamikill afræningi (e. predator) á íslensku hafsvæði og þau dýr sem hann veiðir sér eru af ýmsum toga, allt eftir stærð þorsksins sem hlut á að máli. Smáþorskur veiðir sér fyrst og fremst hryggleysingja, og þá mest af kyni krabbadýra, svo sem ljósátu, marflær og rækju.


Þorskur

Þorskur (Gadus morhua).

Eftir því sem þorskarnir stækka ráðast þeir á stærri og kvikari bráð, eins og loðnu og síli. Stærstu þorskarnir veiða síðan karfa, skrápflúru, kolmunna og jafnvel ýsu. Einnig hefur borið á því að þorskar stundi sjálfsafrán, það er að segja veiði fiska af eigin tegund.

Reyndar er listinn yfir þær tegundir sem hafa fundist í maga þorsks afar langur, má þar til dæmis nefna svampa, sæfífla, snigla, margvíslegar tegundir krabbadýra, sæstjörnur, slöngustjörnur, sæbjúgu, möttuldýr og að ótöldum fjölda tegunda fiska. Í þorskmögum hafa einnig fundist leifar sjófugla og ýmis hræ af mismunandi uppruna. Jafnvel hefur þar fundist þang og þari.

Það sést af upptalningunni hér fyrir ofan að þorskurinn étur mest allt sem að kjafti kemur en rannsóknir benda til þess að hann veiði sjálfur langstærstan hluta fæðu sinnar. Þorskurinn er því afræningi þó hann fúlsi ekki við hræjum líkt og algengt er um aðra afræningja.

Fæðuvefur hafsins er flókinn og margbreytilegur. Þó að þorskurinn geti kallast konungur fiskanna á Íslandsmiðum er hann engu að síður á matseðli margra sjávarspendýra eins og sela og hvala, einkum háhyrninga. Einnig étur hákarlinn þorsk þegar færi gefst. Ungþorskar og ekki síst seiði eiga sér þó enn fleiri óvini. Sjófuglar taka talsverðan skerf af þeim auk þess sem ýmsar tegundir smáfiska éta ofgnótt af þorskseiðum.

Heimild og mynd:
  • Gunnar Jónsson, Íslenskir fiskar, Fjölvi, Reykjavík, 1983.
  • AkwaFoto

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.1.2004

Spyrjandi

Ólafur Ragnar, f. 1991

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er þorskurinn hrææta?“ Vísindavefurinn, 30. janúar 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3975.

Jón Már Halldórsson. (2004, 30. janúar). Er þorskurinn hrææta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3975

Jón Már Halldórsson. „Er þorskurinn hrææta?“ Vísindavefurinn. 30. jan. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3975>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er þorskurinn hrææta?
Á undanförnum áratugum hafa miklar rannsóknir farið fram á fæðuháttum þorsksins (Gadus morhua) hér við land enda hefur hann verið okkar mikilvægasti nytjafiskur.

Þorskurinn er sannarlega afkastamikill afræningi (e. predator) á íslensku hafsvæði og þau dýr sem hann veiðir sér eru af ýmsum toga, allt eftir stærð þorsksins sem hlut á að máli. Smáþorskur veiðir sér fyrst og fremst hryggleysingja, og þá mest af kyni krabbadýra, svo sem ljósátu, marflær og rækju.


Þorskur

Þorskur (Gadus morhua).

Eftir því sem þorskarnir stækka ráðast þeir á stærri og kvikari bráð, eins og loðnu og síli. Stærstu þorskarnir veiða síðan karfa, skrápflúru, kolmunna og jafnvel ýsu. Einnig hefur borið á því að þorskar stundi sjálfsafrán, það er að segja veiði fiska af eigin tegund.

Reyndar er listinn yfir þær tegundir sem hafa fundist í maga þorsks afar langur, má þar til dæmis nefna svampa, sæfífla, snigla, margvíslegar tegundir krabbadýra, sæstjörnur, slöngustjörnur, sæbjúgu, möttuldýr og að ótöldum fjölda tegunda fiska. Í þorskmögum hafa einnig fundist leifar sjófugla og ýmis hræ af mismunandi uppruna. Jafnvel hefur þar fundist þang og þari.

Það sést af upptalningunni hér fyrir ofan að þorskurinn étur mest allt sem að kjafti kemur en rannsóknir benda til þess að hann veiði sjálfur langstærstan hluta fæðu sinnar. Þorskurinn er því afræningi þó hann fúlsi ekki við hræjum líkt og algengt er um aðra afræningja.

Fæðuvefur hafsins er flókinn og margbreytilegur. Þó að þorskurinn geti kallast konungur fiskanna á Íslandsmiðum er hann engu að síður á matseðli margra sjávarspendýra eins og sela og hvala, einkum háhyrninga. Einnig étur hákarlinn þorsk þegar færi gefst. Ungþorskar og ekki síst seiði eiga sér þó enn fleiri óvini. Sjófuglar taka talsverðan skerf af þeim auk þess sem ýmsar tegundir smáfiska éta ofgnótt af þorskseiðum.

Heimild og mynd:
  • Gunnar Jónsson, Íslenskir fiskar, Fjölvi, Reykjavík, 1983.
  • AkwaFoto
...