Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er myrra sem vitringarnir komu með?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Í Matteusarguðspjalli er komu vitringanna til Jesú lýst svona:
Þeir gengu inn í húsið og sáu barnið og Maríu, móður þess, féllu fram og veittu því lotningu. Síðan luku þeir upp fjárhirslum sínum og færðu því gjafir, gull, reykelsi og myrru. (2:11)

Hluti af mynd eftir málarann Hiëronymus Bosch (um 1450-1516) af komu vitringanna þriggja.

Myrra kemur víðar fyrir í Biblíunni. Í Markúsarguðspjalli er Jesú fært vín blandað myrru fyrir krossfestinguna en hann þiggur það ekki (15:23). Í Esterarbók er því lýst hvernig konur snyrtu sig áður en þær gengu fyrir Ahasverus konung sem var að leita að fríðum meyjum. Skyndilausnir í fegrunaraðgerðum tíðkuðust ekki og höfðu meyjarnar 12 mánuði samkvæmt kvennalögum til hreinsunarundirbúnings. Í sex mánuði báru þær á sig ilmsmyrsl en í hina sex myrruolíu. (2:12). Unnustanum í Ljóðaljóðunum er eitt sinn lýst svo: “Varir hans eru liljur, drjúpandi af fljótandi myrru” (5:13).

Samkvæmt þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar er myrra ‘þykk, gul viðarkvoða úr hitabeltisstrjám, notuð sem ilmefni’. Latneska heitið á trénu er Commiphora spp. Orðið myrra er tökuorð úr miðlágþýsku ‘mirre’ og þaðan er það komið úr latínu og grísku. Í arabísku merkir orðið murr beiskur.

Myrru er safnað á sama hátt og gúmmí úr gúmmítrjám, það er að segja með því að rista í trjábörkinn og leyfa kvoðunni að renna hægt og rólega úr sárinu og storkna.

Þeir sem vilja gleðja vini og ættingja með myrru um jólin geta til dæmis pantað hana hjá vefverslun Catholic Supply.

Myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

10.12.2003

Spyrjandi

Hlynur Hjaltason

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er myrra sem vitringarnir komu með?“ Vísindavefurinn, 10. desember 2003, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3912.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2003, 10. desember). Hvað er myrra sem vitringarnir komu með? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3912

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er myrra sem vitringarnir komu með?“ Vísindavefurinn. 10. des. 2003. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3912>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er myrra sem vitringarnir komu með?
Í Matteusarguðspjalli er komu vitringanna til Jesú lýst svona:

Þeir gengu inn í húsið og sáu barnið og Maríu, móður þess, féllu fram og veittu því lotningu. Síðan luku þeir upp fjárhirslum sínum og færðu því gjafir, gull, reykelsi og myrru. (2:11)

Hluti af mynd eftir málarann Hiëronymus Bosch (um 1450-1516) af komu vitringanna þriggja.

Myrra kemur víðar fyrir í Biblíunni. Í Markúsarguðspjalli er Jesú fært vín blandað myrru fyrir krossfestinguna en hann þiggur það ekki (15:23). Í Esterarbók er því lýst hvernig konur snyrtu sig áður en þær gengu fyrir Ahasverus konung sem var að leita að fríðum meyjum. Skyndilausnir í fegrunaraðgerðum tíðkuðust ekki og höfðu meyjarnar 12 mánuði samkvæmt kvennalögum til hreinsunarundirbúnings. Í sex mánuði báru þær á sig ilmsmyrsl en í hina sex myrruolíu. (2:12). Unnustanum í Ljóðaljóðunum er eitt sinn lýst svo: “Varir hans eru liljur, drjúpandi af fljótandi myrru” (5:13).

Samkvæmt þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar er myrra ‘þykk, gul viðarkvoða úr hitabeltisstrjám, notuð sem ilmefni’. Latneska heitið á trénu er Commiphora spp. Orðið myrra er tökuorð úr miðlágþýsku ‘mirre’ og þaðan er það komið úr latínu og grísku. Í arabísku merkir orðið murr beiskur.

Myrru er safnað á sama hátt og gúmmí úr gúmmítrjám, það er að segja með því að rista í trjábörkinn og leyfa kvoðunni að renna hægt og rólega úr sárinu og storkna.

Þeir sem vilja gleðja vini og ættingja með myrru um jólin geta til dæmis pantað hana hjá vefverslun Catholic Supply.

Myndir:

...