Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Trója var borg til forna í Litlu-Asíu, þar sem nú er Tyrkland. Hún er þekktust af Trójustríðinu sem meðal annars er lýst í Ilíonskviðu. Lengi vel var talið að Ilíonskviðu Hómers væri skáldskapur, þangað til að Þjóðverjinn Heinrich Schliemann gróf upp borgina árið 1873. Þar fundust merki um eyðileggingu borgarinnar af völdum árásahers og talið er að sú árás hafi átt sér stað um 1220 f. Kr.
Tyrkir hafa endurgert Trójuhestinn eins og þeir ímynda sér að hann hafi litið út.
Ein af vinsælustu sögnunum um Tróju er af Trójuhestinum sem Grikkir áttu að hafa smíðað. Hann var risastór og holur að innan. Grískir hermenn földu sig í honum og skildu eftir við borgarhliðið. Trójumenn dróu hestinn inn fyrir borgarmúrana og í skjóli nætur laumuðust grísku hermennirnir út úr hestinum og náðu borginni á sitt vald.
Heimildir og mynd:
Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.