Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hvalategundin stökkull ekki lengur til við Ísland og ráðast þeir stundum á báta?

Jón Már Halldórsson

Spurningin hljóðar í heild sinni:
Er hvalategundin stökkull ekki lengur til við Ísland? Ég hef heyrt að hann hafi elt uppi litla báta og ráðist á þá.

Stökkullinn (Tursiops truncatus, e. bottlenose dolphin) er ein algengasta tegundin af ætt höfrunga (Delphinidae) hér við land. Náttúruleg heimkynni hans eru í hitabeltissjó og á tempruðum svæðum og því er hafsvæðið suður af Íslandi á nyðri útbreiðslumörkum tegundarinnar. Ekkert gefur til kynna í rannsóknum Hafrannsóknastofnunnar að tegundinni sé að fækka hér við land. Stökull sést yfirleitt í öllum hvalatalningaleiðöngrum stofnunarinnar. Nákvæm stofnstærðarvöktun á tegundinni fer þó ekki fram hjá Hafrannsóknastofnun.



Stökkulskýr með kálf.

Sögusagnir um að stökklar elti uppi báta og ráðist á þá, verða að teljast mjög vafasamar. Sjómenn kannast ekki við slíkt háttarlag. Stökklar, líkt og nokkrar aðrar tegundir höfrunga, eiga það til að elta skip og báta eins og við sjáum oft í dýralífsmyndum og hefur það gert þá vinsæla og fræga. Vera má að einhvern tímann hafi stökkull verið að synda á eftir bát og fyrir slysni stokkið á hann. Nafn sitt dregur tegundin einmitt af tíðum stökkum sínum upp úr sjónum. Óhætt er að segja að stökkullinn sé mönnum meinlaus en engu að síður ber að umgangast öll villt dýr með varúð.


Smellið á kortið til að skoða stærri útgáfu
Græni liturinn sýnir útbreiðslu stökkuls (Tursiops truncatus) í heimshöfunum. Smellið á kortið til að skoða stærri útgáfu.

Þess má geta að þekktasti stökkullinn er sjálfsagt stjarnan Flipper sem gerði garðinn frægan á 7. áratugnum í nokkrum kvikmyndum og síðar í sjónvarpsþáttum, og skemmti fólki víða um heim með kúnstum sínum. Ekki má heldur gleyma bókunum um Flipper sem komu út hér á Íslandi á árunum 1971-75, útgefnar af hinni sögufrægu Siglufjarðarprentsmiðju.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

18.9.2003

Spyrjandi

Urður Ýrr Brynjólfsdóttir, f. 1994

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er hvalategundin stökkull ekki lengur til við Ísland og ráðast þeir stundum á báta?“ Vísindavefurinn, 18. september 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3741.

Jón Már Halldórsson. (2003, 18. september). Er hvalategundin stökkull ekki lengur til við Ísland og ráðast þeir stundum á báta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3741

Jón Már Halldórsson. „Er hvalategundin stökkull ekki lengur til við Ísland og ráðast þeir stundum á báta?“ Vísindavefurinn. 18. sep. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3741>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hvalategundin stökkull ekki lengur til við Ísland og ráðast þeir stundum á báta?
Spurningin hljóðar í heild sinni:

Er hvalategundin stökkull ekki lengur til við Ísland? Ég hef heyrt að hann hafi elt uppi litla báta og ráðist á þá.

Stökkullinn (Tursiops truncatus, e. bottlenose dolphin) er ein algengasta tegundin af ætt höfrunga (Delphinidae) hér við land. Náttúruleg heimkynni hans eru í hitabeltissjó og á tempruðum svæðum og því er hafsvæðið suður af Íslandi á nyðri útbreiðslumörkum tegundarinnar. Ekkert gefur til kynna í rannsóknum Hafrannsóknastofnunnar að tegundinni sé að fækka hér við land. Stökull sést yfirleitt í öllum hvalatalningaleiðöngrum stofnunarinnar. Nákvæm stofnstærðarvöktun á tegundinni fer þó ekki fram hjá Hafrannsóknastofnun.



Stökkulskýr með kálf.

Sögusagnir um að stökklar elti uppi báta og ráðist á þá, verða að teljast mjög vafasamar. Sjómenn kannast ekki við slíkt háttarlag. Stökklar, líkt og nokkrar aðrar tegundir höfrunga, eiga það til að elta skip og báta eins og við sjáum oft í dýralífsmyndum og hefur það gert þá vinsæla og fræga. Vera má að einhvern tímann hafi stökkull verið að synda á eftir bát og fyrir slysni stokkið á hann. Nafn sitt dregur tegundin einmitt af tíðum stökkum sínum upp úr sjónum. Óhætt er að segja að stökkullinn sé mönnum meinlaus en engu að síður ber að umgangast öll villt dýr með varúð.


Smellið á kortið til að skoða stærri útgáfu
Græni liturinn sýnir útbreiðslu stökkuls (Tursiops truncatus) í heimshöfunum. Smellið á kortið til að skoða stærri útgáfu.

Þess má geta að þekktasti stökkullinn er sjálfsagt stjarnan Flipper sem gerði garðinn frægan á 7. áratugnum í nokkrum kvikmyndum og síðar í sjónvarpsþáttum, og skemmti fólki víða um heim með kúnstum sínum. Ekki má heldur gleyma bókunum um Flipper sem komu út hér á Íslandi á árunum 1971-75, útgefnar af hinni sögufrægu Siglufjarðarprentsmiðju.

Heimildir og myndir:...