Eru dæmi um að refir og kettir eignist afkvæmi saman? Ef svo er hvað heita þau þá?

Hljóp kötturinn á hann og læsti hann í hálsinn með klóm og kjafti, og náðist kötturinn ekki fyrr en höfuðið var stýft af honum, en þá var maðurinn dauður.Við þorum að fullyrða að kettir og refir geti ekki, og hafi aldrei, átt saman afkvæmi. Þó að þetta séu tvö rándýr (carnivora) þá eru þau tiltölulega fjarskyld innan ættbálksins. Ennfremur er það svo að kettir og refir hafa ekki sama litningafjölda. Kettir eru með 19 litningapör (2n=38 litninga) en refir eru með 25 pör (2n=50 litninga). Það eru þess vegna engar erfðafræðilegar forsendur fyrir því að þessar tegundir geti af sér afkvæmi. Það er því uppspuni að kvikindin skoffín og skuggabaldur hafi herjað á húnvetnska bændur, sem og aðra Íslendinga, fyrr á öldum. Heimild og mynd:
- Jón Árnason, Íslenskar þjóðsögur og ævintýri I, 612-13.
- EBGames (Myndin hér að ofan er úr 3. myndinni í Alien-seríunni en þar spratt upp einkennileg hundategund eftir 'æxlun' hunds og skrímslis.)