Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Blindur í spilum er vel þekkt í íslensku og á það ekki eingöngu við um bridds. Talað er um að spila við blindan eða tefla við blindan þegar einhver spilar eða teflir við sjálfan sig eða þegar einn vantar í spil. Í bridds er blindur mótspilari sagnhafa að loknum sögnum. Það er að öllum líkindum komið úr dönsku þar sem talað er um blind makker. Á ensku er aftur á móti notað orðið dummy.
Spilin sem liggja á móti sagnhafa eftir sagnir og hann stýrir eru einnig oft nefnd borðið; menn tala um að spila "úr borði" og svo framvegis. Þetta á sér hliðstæðu bæði í dönsku ("bordet") og í ensku ("the table").
Orðasambandið að leggja á borð fyrir blindan er allvel þekkt þegar lagt er af misgáningi á borð fyrir einn aukalega. Það er líka kallað að leggja á borð fyrir Tómas eða leggja á borð fyrir Tuma. Á sama hátt er talað um að tefla eða spila við Tómas þegar einhver teflir eða spilar við sjálfan sig og tala við Tómas ef einhver tautar fyrir munni sér en er ekki að tala við neinn sérstakan eða þegar barn hjalar í rúmi sínu. Einnig þekkist að nefna Tómas Tómas á Vindheimum en Vindheimar eiga þá að vísa til vindsins eða loftsins, talað er út í loftið.
Guðrún Kvaran. „Í bridds er talað um blindan og það að vera blindur. Hvers vegna ætli þetta sé? Hvað með önnur tungumál?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2003, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3657.
Guðrún Kvaran. (2003, 15. ágúst). Í bridds er talað um blindan og það að vera blindur. Hvers vegna ætli þetta sé? Hvað með önnur tungumál? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3657
Guðrún Kvaran. „Í bridds er talað um blindan og það að vera blindur. Hvers vegna ætli þetta sé? Hvað með önnur tungumál?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2003. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3657>.