Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru allir tannhvalir ránhvalir?

Jón Már Halldórsson

Allir tannhvalir eru ránhvalir í þeim skilningi að þeir éta einvörðungu önnur dýr en ekki sviflæga þörunga eða þang. Tannhvalir (Odontoceti) eru einn af þremur undirflokkum hvala (einn undirflokkurinn er útdauður) og tilheyra langflestar hvalategundir þessum undirflokki, alls 69 af 81 tegund núlifandi hvala eða 85%.

Dæmi um tannhvalategundir eru búrhvalur (Physeter macrocephalus) sem er langstærstur tannhvala. Einnig má nefna minni tannhvali eins og hnísur, fjölda höfrungategunda og háhyrninga sem í reynd eru af ætt höfrunga og langstærstu meðlimir þeirrar ættar.

Formfræði tanna gefur miklar upplýsingar um fæðuhætti dýra. Flestir tannhvalir hafa fjölda keilulaga tanna sem þeir nota til að grípa bráðina og gleypa síðan í heilu lagi. Tannhvalir beita skoltinum því öðruvísi við veiðar en önnur rándýr af flokki spendýra og kjötæta (Carnivora) sem þurfa að drepa bráðina áður en þau leggja sér hana til munns og nota til þess vígtennur.

Tennur tannhvala eru ekki vel fallnar til að bryðja bráð eða klippa hold í sundur, líkt og jaxlar annarra rándýra, enda þurfa þeir ekki að búta bráðina niður. Á matseðli tannhvala eru fiskar, selir og skelfiskur ásamt ýmsum öðrum sjávarhryggleysingjum. Dæmi eru um að háhyrningar hremmi sjófugla og ráðist á stórhveli – þá dugar auðvitað ekki að gleypa bráðina í heilu lagi heldur verða minni bitar að nægja.

Heimildir og mynd: Encyclopædia Britannica

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.5.2003

Spyrjandi

Sigríður Konráðsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru allir tannhvalir ránhvalir?“ Vísindavefurinn, 20. maí 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3432.

Jón Már Halldórsson. (2003, 20. maí). Eru allir tannhvalir ránhvalir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3432

Jón Már Halldórsson. „Eru allir tannhvalir ránhvalir?“ Vísindavefurinn. 20. maí. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3432>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru allir tannhvalir ránhvalir?
Allir tannhvalir eru ránhvalir í þeim skilningi að þeir éta einvörðungu önnur dýr en ekki sviflæga þörunga eða þang. Tannhvalir (Odontoceti) eru einn af þremur undirflokkum hvala (einn undirflokkurinn er útdauður) og tilheyra langflestar hvalategundir þessum undirflokki, alls 69 af 81 tegund núlifandi hvala eða 85%.

Dæmi um tannhvalategundir eru búrhvalur (Physeter macrocephalus) sem er langstærstur tannhvala. Einnig má nefna minni tannhvali eins og hnísur, fjölda höfrungategunda og háhyrninga sem í reynd eru af ætt höfrunga og langstærstu meðlimir þeirrar ættar.

Formfræði tanna gefur miklar upplýsingar um fæðuhætti dýra. Flestir tannhvalir hafa fjölda keilulaga tanna sem þeir nota til að grípa bráðina og gleypa síðan í heilu lagi. Tannhvalir beita skoltinum því öðruvísi við veiðar en önnur rándýr af flokki spendýra og kjötæta (Carnivora) sem þurfa að drepa bráðina áður en þau leggja sér hana til munns og nota til þess vígtennur.

Tennur tannhvala eru ekki vel fallnar til að bryðja bráð eða klippa hold í sundur, líkt og jaxlar annarra rándýra, enda þurfa þeir ekki að búta bráðina niður. Á matseðli tannhvala eru fiskar, selir og skelfiskur ásamt ýmsum öðrum sjávarhryggleysingjum. Dæmi eru um að háhyrningar hremmi sjófugla og ráðist á stórhveli – þá dugar auðvitað ekki að gleypa bráðina í heilu lagi heldur verða minni bitar að nægja.

Heimildir og mynd: Encyclopædia Britannica...