Fæða jaðrakansins er mestmegnis úr dýraríkinu, hryggleysingjar sem halda til í votlendi, svo sem ýmis konar ormar og skordýr. Utan varptíma heldur hann sig í fjöru og á leirum. Þar tínir hann upp orma, snigla, ýmis krabbadýr og fleiri kvikindi. Jaðrakaninn étur mikið af skordýrum á varptímanum, til dæmis köngulær. Mikilvægur þáttur í fæðu jaðrakans á varptímanum eru fræ. Á haustin þegar fuglinn er að safna orku fyrir flug á vetrarstöðvarnar, étur hann mikið af berjum. Á öðrum varpsvæðum en hér eru körtur froskdýra mikilvæg fæða jaðrakanans, en eins og allir vita lifa froskar ekki í íslenskri náttúru. Heimildir og mynd:
Hvað éta jaðrakanar?
Fæða jaðrakansins er mestmegnis úr dýraríkinu, hryggleysingjar sem halda til í votlendi, svo sem ýmis konar ormar og skordýr. Utan varptíma heldur hann sig í fjöru og á leirum. Þar tínir hann upp orma, snigla, ýmis krabbadýr og fleiri kvikindi. Jaðrakaninn étur mikið af skordýrum á varptímanum, til dæmis köngulær. Mikilvægur þáttur í fæðu jaðrakans á varptímanum eru fræ. Á haustin þegar fuglinn er að safna orku fyrir flug á vetrarstöðvarnar, étur hann mikið af berjum. Á öðrum varpsvæðum en hér eru körtur froskdýra mikilvæg fæða jaðrakanans, en eins og allir vita lifa froskar ekki í íslenskri náttúru. Heimildir og mynd:
Útgáfudagur
5.5.2003
Spyrjandi
Kristófer Óli, f. 1993
Tilvísun
Jón Már Halldórsson. „Hvað éta jaðrakanar?“ Vísindavefurinn, 5. maí 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3386.
Jón Már Halldórsson. (2003, 5. maí). Hvað éta jaðrakanar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3386
Jón Már Halldórsson. „Hvað éta jaðrakanar?“ Vísindavefurinn. 5. maí. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3386>.