Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir orðið blóri?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Nafnorðið blórar var í eldra máli aðeins notað í fleirtölu í merkingunni 'ásökun, sakaráburður' og þannig er það gefið upp í orðabókum. Algengast er að það sé í nútímamáli notað í orðasambandinu að gera e-ð í blóra við e-n 'gera e-ð þannig að sök falli á annan'. Eintölumyndin blóri er eitthvað notuð í yngra máli, að minnsta kosti heyrist oft að gera e-ð í algerum blóra við e-n. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um blóra er frá 16. öld um að selja undir blóra. Yngra eða frá 17. öld er að stela í blóra en frá 18. öld má finna að stela í blóra við e-n og að gjöra e-ð í blóra við e-n í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík. Orðatiltækið að hafa barn til blóra 'skella skuldinni á e-n' er þekkt að minnsta kosti frá 17. öld.

Orðið blóramaður 'sökudólgur' þekktist þegar í fornu máli. Orðasambandið að hafa e-n að blóraböggli 'hafa e-n til þess að skella skuldinni á' er vel þekkt í nútímamáli. Afbrigðið að gjöra e-n að blóraböggli 'skella skuldinni á e-n' þekkist frá því á 17. öld.

Uppruni orðsins blórar er ekki ljós. Halldór Halldórsson segir í bók sinni Íslenzkt orðtakasafn (1968:73) að um hann sé allt á huldu. Ásgeir Blöndal Magnússon segir einnig að uppruni sé óviss (Íslensk orðsifjabók 1989:66). Hann giskar á skyldleika við orkneysku blooro 'smádeila, þras' og hjaltlensku blura: „I ha'e it (þ.e. skammirnar) i blura for him” 'ég hugsa honum þegjandi þörfina' og segir enn fremur að hafi orðið merkt í öndverðu 'álas' eða 'ásökun' megi hugsanlega tengja það enska orðinu blare 'æpa, öskra á' og e.t.v. nýnorsku blarra 'jarma'.

Mynd: The Owen Barfield World Wide Website

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.4.2003

Spyrjandi

Árni Björnsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið blóri?“ Vísindavefurinn, 24. apríl 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3357.

Guðrún Kvaran. (2003, 24. apríl). Hvað merkir orðið blóri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3357

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið blóri?“ Vísindavefurinn. 24. apr. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3357>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir orðið blóri?
Nafnorðið blórar var í eldra máli aðeins notað í fleirtölu í merkingunni 'ásökun, sakaráburður' og þannig er það gefið upp í orðabókum. Algengast er að það sé í nútímamáli notað í orðasambandinu að gera e-ð í blóra við e-n 'gera e-ð þannig að sök falli á annan'. Eintölumyndin blóri er eitthvað notuð í yngra máli, að minnsta kosti heyrist oft að gera e-ð í algerum blóra við e-n. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um blóra er frá 16. öld um að selja undir blóra. Yngra eða frá 17. öld er að stela í blóra en frá 18. öld má finna að stela í blóra við e-n og að gjöra e-ð í blóra við e-n í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík. Orðatiltækið að hafa barn til blóra 'skella skuldinni á e-n' er þekkt að minnsta kosti frá 17. öld.

Orðið blóramaður 'sökudólgur' þekktist þegar í fornu máli. Orðasambandið að hafa e-n að blóraböggli 'hafa e-n til þess að skella skuldinni á' er vel þekkt í nútímamáli. Afbrigðið að gjöra e-n að blóraböggli 'skella skuldinni á e-n' þekkist frá því á 17. öld.

Uppruni orðsins blórar er ekki ljós. Halldór Halldórsson segir í bók sinni Íslenzkt orðtakasafn (1968:73) að um hann sé allt á huldu. Ásgeir Blöndal Magnússon segir einnig að uppruni sé óviss (Íslensk orðsifjabók 1989:66). Hann giskar á skyldleika við orkneysku blooro 'smádeila, þras' og hjaltlensku blura: „I ha'e it (þ.e. skammirnar) i blura for him” 'ég hugsa honum þegjandi þörfina' og segir enn fremur að hafi orðið merkt í öndverðu 'álas' eða 'ásökun' megi hugsanlega tengja það enska orðinu blare 'æpa, öskra á' og e.t.v. nýnorsku blarra 'jarma'.

Mynd: The Owen Barfield World Wide Website...