Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Ógerningur er að vita hversu mörg orð er að finna í hverju tungumáli. Ný orð verða til daglega á prenti eða í tali manna. Sum eru aðeins notuð einu sinni þegar málnotandinn þarf að grípa til lýsingar, hann skortir orð og býr það til á staðnum. Oftast er um samsett orð að ræða og eru slíkar samsetningar gjarnan nefndar augnablikssamsetningar. Virkur orðaforði er sá hluti orðaforðans sem málnotandanum er vel tamur. En hver maður skilur fleiri orð og þekkir merkingu miklu fleiri orða en hann notar eða hefur á takteinum í daglegu lífi. Sá hluti orðaforðans er nefndur óvirkur orðaforði.
Í daglegum samskiptum fólks nægja um 400-800 orð. Meðal menntaskólanemi ræður yfir 60.000 orða virkum orðaforða við útskrift. Myndin sýnir samræður tveggja einstaklinga sem hafa hengt upp orð, hugmyndir og myndir frá öðrum.
Engar öruggar rannsóknir hafa verið gerðar á virkri orðanotkun hins almenna Íslendings en gera má ráð fyrir að hún sé svipuð og í skyldum málum. Í þýsku til dæmis er gert ráð fyrir að almennt daglegt mál hafi að geyma um 75.000 orð en þýskur orðaforði í heild sé milli 300.000 og 500.000 orð. Í daglegum samskiptum manna nægi um 400 til 800 orð en til þess að geta lesið erfiðan texta þurfi milli 4000 og 5000, enn fleiri til þess að geta lesið erfiðari texta. Því skólagengnari sem maður er þeim mun meiri orðaforða ræður hann yfir. Æsifréttablað þarf aðeins um 400 orð til þess að koma fréttum sínum til skila en vandaðri dagblöð nota um 5000 orð.
Málfræðingurinn David Crystal gerir ráð fyrir að meðal menntaskólanemi hafi yfir 60.000 orða virkum orðaforða að ráða þegar hann útskrifast en að óvirki orðaforðinn sé að minnsta kosti annar eins.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Guðrún Kvaran. „Hvað notar venjulegur Íslendingur mörg orð á dag?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2008, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31437.
Guðrún Kvaran. (2008, 7. maí). Hvað notar venjulegur Íslendingur mörg orð á dag? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31437
Guðrún Kvaran. „Hvað notar venjulegur Íslendingur mörg orð á dag?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2008. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31437>.