Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er svefnmús?

Jón Már Halldórsson

Svefnmýs (e. dormice, ætt Myoxidae) eru 27 mismunandi tegundir smárra nagdýra sem lifa víða í Evrópu, Asíu, á eyjum sem tilheyra Japan og í Afríku. Þrátt fyrir nafnið svefnmýs, eru þær ekki mýs heldur önnur og aðskilin ætt (mýs eru af ættinni Muridae). Stærst er tegundin Myoxus glis sem yfirleitt er kölluð feita svefnmúsin (e. fat dormouse). Sú tegund lifir í Evrópu og nær náttúruleg útbreiðsla hennar austur til Mið-Austurlanda. Skrokklengdin getur orðið allt að 19 cm auk 15 cm skotts. Hún er víða nýtt til matar enda þykir hún vera lostæti. Meðal annars fannst Rómverjum þessi svefnmúsategund sannkölluð kóngafæða. Þeir öldu hana upp í búrum, slátruðu og báru fram með valhnetum.

Almennt eru svefnmýs lítil nagdýr með stór augu. Feldurinn getur verið grár yfir í það að vera ljósbrúnn. Skottið er vel loðið og útlimir stuttir. Minnsta tegundin er japanska svefnmúsin sem er um 6 cm á lengd.

Svefnmúsategundin sem finnst á Bretlandseyjum nefnist á latínu Muscardinus arvellanarius. Tegundin er alfriðuð enda hefur stofnstærð hennar minnkað víða á eyjunum vegna búsvæðaröskunar. Þessi tegund er alfarið næturdýr í skóglendi og á það við um svefnmýs af öðrum tegundum, þó undantekningar séu til. Þær eyða mestum tíma sínum uppi í trjám þar sem þær leita að skordýrum, ávöxtum, hnetum og frjókornum.

Breskar vistfræðirannsóknir hafa sýnt að svefnmýs búa ekki þétt saman, þéttleikinn er aðeins einn tíundi á við hagamýs. Það er því ekki skrítið að fólk þekki ekki þessa tegund. Breska tegundin M. arvellanarius eyðir nær öllum tíma sínum upp í trjám, er mest á ferli yfir hánóttu og eyðir jafnvel þremur fjórðu hluta ársins sofandi. Þess vegna hefur henni verið gefið þetta nafn, svefnmús. Svefnmýs geta orðið allt að 5 ára gamlar sem er mun hærri aldur en hjá öðrum spendýrum af sambærilegri stærð.

Alls þekkjast 14 tegundir afrískra svefnmúsa (ættkvíslin Grapiurus) en flokkunarfræðingar hafa sett núlifandi svefnmýs í alls átta ættkvíslir og 27 tegundir. Þær lifa á mjög mismunandi búsvæðum, frá sígrænum skógum í norðri, til regnskóga Afríku og Suður-Asíu í suðri, á graslendi og jafnvel á eyðimerkursvæðum Sahara. Víða í Afríku eru svefnmýs alræmdir eggjaræningjar og éta jafnvel unga. Mörg dæmi eru einnig um það að þær hafi étið aðrar svefnmýs þannig að þær geta verið skæð rándýr.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.2.2003

Spyrjandi

Hanna Óladóttir, f. 1984

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er svefnmús?“ Vísindavefurinn, 10. febrúar 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3121.

Jón Már Halldórsson. (2003, 10. febrúar). Hvað er svefnmús? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3121

Jón Már Halldórsson. „Hvað er svefnmús?“ Vísindavefurinn. 10. feb. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3121>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er svefnmús?
Svefnmýs (e. dormice, ætt Myoxidae) eru 27 mismunandi tegundir smárra nagdýra sem lifa víða í Evrópu, Asíu, á eyjum sem tilheyra Japan og í Afríku. Þrátt fyrir nafnið svefnmýs, eru þær ekki mýs heldur önnur og aðskilin ætt (mýs eru af ættinni Muridae). Stærst er tegundin Myoxus glis sem yfirleitt er kölluð feita svefnmúsin (e. fat dormouse). Sú tegund lifir í Evrópu og nær náttúruleg útbreiðsla hennar austur til Mið-Austurlanda. Skrokklengdin getur orðið allt að 19 cm auk 15 cm skotts. Hún er víða nýtt til matar enda þykir hún vera lostæti. Meðal annars fannst Rómverjum þessi svefnmúsategund sannkölluð kóngafæða. Þeir öldu hana upp í búrum, slátruðu og báru fram með valhnetum.

Almennt eru svefnmýs lítil nagdýr með stór augu. Feldurinn getur verið grár yfir í það að vera ljósbrúnn. Skottið er vel loðið og útlimir stuttir. Minnsta tegundin er japanska svefnmúsin sem er um 6 cm á lengd.

Svefnmúsategundin sem finnst á Bretlandseyjum nefnist á latínu Muscardinus arvellanarius. Tegundin er alfriðuð enda hefur stofnstærð hennar minnkað víða á eyjunum vegna búsvæðaröskunar. Þessi tegund er alfarið næturdýr í skóglendi og á það við um svefnmýs af öðrum tegundum, þó undantekningar séu til. Þær eyða mestum tíma sínum uppi í trjám þar sem þær leita að skordýrum, ávöxtum, hnetum og frjókornum.

Breskar vistfræðirannsóknir hafa sýnt að svefnmýs búa ekki þétt saman, þéttleikinn er aðeins einn tíundi á við hagamýs. Það er því ekki skrítið að fólk þekki ekki þessa tegund. Breska tegundin M. arvellanarius eyðir nær öllum tíma sínum upp í trjám, er mest á ferli yfir hánóttu og eyðir jafnvel þremur fjórðu hluta ársins sofandi. Þess vegna hefur henni verið gefið þetta nafn, svefnmús. Svefnmýs geta orðið allt að 5 ára gamlar sem er mun hærri aldur en hjá öðrum spendýrum af sambærilegri stærð.

Alls þekkjast 14 tegundir afrískra svefnmúsa (ættkvíslin Grapiurus) en flokkunarfræðingar hafa sett núlifandi svefnmýs í alls átta ættkvíslir og 27 tegundir. Þær lifa á mjög mismunandi búsvæðum, frá sígrænum skógum í norðri, til regnskóga Afríku og Suður-Asíu í suðri, á graslendi og jafnvel á eyðimerkursvæðum Sahara. Víða í Afríku eru svefnmýs alræmdir eggjaræningjar og éta jafnvel unga. Mörg dæmi eru einnig um það að þær hafi étið aðrar svefnmýs þannig að þær geta verið skæð rándýr.

Myndir:...