Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Desmond Bagley var enskur spennusagnahöfundur. Hann fæddist 29. október 1923 í bænum Kendal í Cumbria-héraði og lést 12. apríl 1983 á sjúkrahúsi í Southampton, eftir að hafa búið seinustu æviár sín á Ermarsundseyjunni Guernsey.
Bagley ferðaðist víða og bjó meðal annars í Suður-Afríku í 15 ár þar sem hann hóf rithöfundarferil sinn. Hann leitaði sér víða fanga í bækur sínar og spannar sögusvið þeirra ólík lönd eins og Nýja-Sjáland, Finnland, Kenía og Kanada. Sagan Út í óvissuna (e. Running Blind) gerist á Íslandi og margir muna kannski eftir samnefndum sjónvarpsþáttum sem gerðir voru eftir þeirri bók og sýndir voru í Sjónvarpinu fyrir margt löngu.
Út í óvissuna
Desmond Bagley skrifaði 16 skáldsögur (spennusögur) sem allar hafa verið þýddar á íslensku eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan. Alls hafa bækur hans verið þýddar á 22 tungumál. Auk þeirra liggja eftir hann smásögur og ritgerðir. Bækur Desmonds Bagleys voru gefnar út á Íslandi af bókaútgáfunni Suðra í þýðingum Torfa Ólafssonar, Ólafs Gíslasonar, Gísla Ólafssonar, Þorbjargar Ólafsdóttur, Óskars Bergssonar og Björns Gíslasonar.
Titill
Útgáfuár
Íslenskur titill
Íslenskt útgáfuár
The Golden Keel
1963
Gullkjölurinn
1965
High Citadel
1965
Fjallavirkið
1966
Wyatt's Hurricane
1966
Fellibylur
1967
Landslide
1967
Skriðan
1968
The Vivero Letter
1968
Víveró-bréfið
1969
The Spoilers
1969
Eitursmyglarar
1970
Running Blind
1970
Út í óvissuna
1971
The Freedom Trap
1971
Gildran
1972
The Tightrope Men
1973
Línudansarar
1973
The Snow Tiger
1975
Í fannaklóm
1975
The Enemy
1977
Óvinurinn
1977
Flyaway
1978
Leitin
1978
Bahama Crisis
1980
Samsærið
1980
Windfall
1982
Arfurinn
1982
Night Of Error
1984
Í næturvillu
1984
Juggernaut
1985
Trölleykið
1985
Forvitnum áhangendum Desmond Bagleys er bent á finnska vefsíðu (á ensku) og ítarlega heimasíðu Nigel Alefounders þar sem finna má ævisögu Bagleys meðal annars. Af þessum síðum eru fengnar heimildir og myndir.
Unnar Árnason. „Hvað eru til margar bækur eftir Desmond Bagley?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3105.
Unnar Árnason. (2003, 5. febrúar). Hvað eru til margar bækur eftir Desmond Bagley? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3105
Unnar Árnason. „Hvað eru til margar bækur eftir Desmond Bagley?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3105>.