Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Þessari spurningu er ekki auðsvarað. Stofnstærð sumra sjaldgæfra tegunda er þekkt en aðrar tegundir hafa ekki sést í áraraðir vegna þess að þær lifa á svæðum sem eru óaðgengileg mönnum á einhvern hátt. Því er örðugt að útnefna eina tegund fugla til hins vafasama og varasama heiðurs að vera sjaldgæfasta fuglategund í heiminum.
Hér fyrir neðan er listi yfir fuglategundir sem hafa stofnstærð innan við 250 fugla, einnig eru þarna tilteknar tegundir sem ekki hafa sést lengi en tilvist þeirra hefur þó ekki verið afskrifuð endanlega:
Tegund
Staðsetning
Fjöldi í náttúrunni*
Fjöldi í vörslu manna
Alagoas currasow
Brasilía
0
44
Black breasted buffleg
<250
Kaliforníu-kondór
Bandaríkin
50
97
Chinese crested tern
SA-Asía
<50
Crested ibis
Kína
0
100+
Giant ibis
Kambódía, Laos
<50
Gurney’s pitta
Malasía, Tæland
18
Kakapo
Nýja Sjáland
60+
Kinglet cotinga
Brasilía
<50
Mauritius parakeet
Máritíus
100-126
Slender-billed curlew
Rússland
<50
Ground-dove
Polynesía
<250
Spix's macaw
Brasilía
0
60
White-eyed river-martin
Tæland
<50
Yellow-eared parrot
Kólombía
<125
Zino's petrel
Madeira
40-60
* Þessi stofnstærð byggir á mati sem gert var árið 2000.
Nokkrar fuglategundir hafa ekki sést í áraraðir en hafa enn ekki verið settar á lista yfir útdauða fugla. Þar má nefna tegundir á borð við Crowned-pigeon sem ekki hefur sést í náttúrunni síðan 1906, og paradísar-páfagaukinn sem lifir (lifði) í Ástralíu en hefur ekki sést villtur síðan 1927.
Af þeim fuglum þar sem stofnstærð er þekkt er tegundin Gurney’s pitta (Pitta gurneyi) talin hafa fæsta einstaklinga. Hún lifir í frumskógum á láglendi í suðurhluta Tælands og Malasíu. Einungis eru eftir 18 fuglar samkvæmt mati fuglafræðinga. Fuglinn var talinn af í áratugi en fannst aftur 1986 í Khao Nor Chuchi-skóglendinu.
Vísindavefnum hefur borist athugasemd við þetta svar frá nemanda í Melaskóla þar sem bent er á að samkvæmt gagnagrunninum Avibase séu ýmsar fuglategundir sjaldgæfari en Gurney's Pitta. Við birtum þess vegna aðra töflu með þessum tegundum.
Jón Már Halldórsson og Þorsteinn Gunnar Jónsson. „Hvaða fugl er sjaldgæfastur?“ Vísindavefurinn, 30. janúar 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3087.
Jón Már Halldórsson og Þorsteinn Gunnar Jónsson. (2003, 30. janúar). Hvaða fugl er sjaldgæfastur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3087
Jón Már Halldórsson og Þorsteinn Gunnar Jónsson. „Hvaða fugl er sjaldgæfastur?“ Vísindavefurinn. 30. jan. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3087>.