Páll Hersteinsson hefur svarað fyrir okkur spurningunni Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki? Í svarinu kemur fram að allir hundar eru ein tegund, svo undarlegt sem það kann að virðast þegar við leiðum hugann að fjölbreytileika hunda í stærð, útliti og öðrum eiginleikum. En í líffræði er talað um að tvær lífverur séu af sömu tegund ef þær geta æxlast innbyrðis og átt frjó afkvæmi. Í stað þess að tala um tegundir hunda er því réttara að tala um hundakyn. Í svari Páls er getið um nokkra fyrirvara eða skýringar á því að hundar geta æxlast innbyrðis. Allt þetta á alveg eins við um ketti. Allir kettir eru ein tegund en hins vegar eru til mörg kattakyn. Slík kyn, deilitegundir eða afbrigði eru oft ekki sérlega vel skilgreind og því ekki þess að vænta að til sé ákveðin tala um hversu mörg þau séu. Hægt er að lesa meira um ketti með því að smella á efnisorðið „kettir“ á eftir svarinu.
Páll Hersteinsson hefur svarað fyrir okkur spurningunni Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki? Í svarinu kemur fram að allir hundar eru ein tegund, svo undarlegt sem það kann að virðast þegar við leiðum hugann að fjölbreytileika hunda í stærð, útliti og öðrum eiginleikum. En í líffræði er talað um að tvær lífverur séu af sömu tegund ef þær geta æxlast innbyrðis og átt frjó afkvæmi. Í stað þess að tala um tegundir hunda er því réttara að tala um hundakyn. Í svari Páls er getið um nokkra fyrirvara eða skýringar á því að hundar geta æxlast innbyrðis. Allt þetta á alveg eins við um ketti. Allir kettir eru ein tegund en hins vegar eru til mörg kattakyn. Slík kyn, deilitegundir eða afbrigði eru oft ekki sérlega vel skilgreind og því ekki þess að vænta að til sé ákveðin tala um hversu mörg þau séu. Hægt er að lesa meira um ketti með því að smella á efnisorðið „kettir“ á eftir svarinu.