Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru interfasi, prófasi, metafasi, anafasi og telófasi? Hvað gerist í hverjum?

Jón Már Halldórsson

Þessi nöfn vísa í atburði sem verða í frumu við frumuskiptingu. Frumuskiptingarferlinu er skipt upp í nokkur stig (eins og má sjá á myndinni). Íslensk orð eru til yfir öll stigin: millistig (e. interphase), forstig (e. prophase), miðstig (e. metaphase), aðskilnaðarstig (e. anaphase), lokastig (e. telophase). Hér er gerð grein fyrir hverju stigi:
  1. Millistig. Hér fer fruman að búa sig undir skiptinguna en í henni tvöfaldast litningarnir með því að mynda nákvæma eftirmynd af sér. Hver litningur er þannig samsettur úr tveimur samvöxnum litningaþráðum sem eru nákvæmlega eins, frá basa til basa.
  2. Forstig. Á því stigi koma fram fyrstu merki þess að fruman sé að fara að skipta sér. Deilikornin skipta sér, litningarnir gildna og styttast og þeir sjást mjög vel í ljóssmásjá.
  3. Næsta stig nefnist miðstig. Allir litningarnir raðast á miðja frumuna þvert á spóluþræðina.
  4. Aðskilnaðarstig. Á þessu stigi rofna tengslin á milli litningaþráðanna og spóluþræðina, það er að segja aðskilnaður verður á milli upprunalega litningsins og eftirmyndarinnar (nýja litningsins). Spóluþræðirnir draga litninganna í sundur.
  5. Lokastig. Á þessu stigi eyðist spólan og tvær nýjar kjarnahimnur myndast, utan um litningahópanna tvo sem munu tilheyra tveimur dótturfrumum (ef um mítósu-skiptingu er að ræða, við meiósu-skiptingu verða til fjórar kynfrumur). Litningarnir lengjast og grennast og taka á sig það form sem þeir verða á þegar frumurnar eru í „venjulega“.



Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.1.2003

Spyrjandi

Elva Dögg, f. 1984

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru interfasi, prófasi, metafasi, anafasi og telófasi? Hvað gerist í hverjum?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2003, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3071.

Jón Már Halldórsson. (2003, 27. janúar). Hvað eru interfasi, prófasi, metafasi, anafasi og telófasi? Hvað gerist í hverjum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3071

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru interfasi, prófasi, metafasi, anafasi og telófasi? Hvað gerist í hverjum?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2003. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3071>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru interfasi, prófasi, metafasi, anafasi og telófasi? Hvað gerist í hverjum?
Þessi nöfn vísa í atburði sem verða í frumu við frumuskiptingu. Frumuskiptingarferlinu er skipt upp í nokkur stig (eins og má sjá á myndinni). Íslensk orð eru til yfir öll stigin: millistig (e. interphase), forstig (e. prophase), miðstig (e. metaphase), aðskilnaðarstig (e. anaphase), lokastig (e. telophase). Hér er gerð grein fyrir hverju stigi:

  1. Millistig. Hér fer fruman að búa sig undir skiptinguna en í henni tvöfaldast litningarnir með því að mynda nákvæma eftirmynd af sér. Hver litningur er þannig samsettur úr tveimur samvöxnum litningaþráðum sem eru nákvæmlega eins, frá basa til basa.
  2. Forstig. Á því stigi koma fram fyrstu merki þess að fruman sé að fara að skipta sér. Deilikornin skipta sér, litningarnir gildna og styttast og þeir sjást mjög vel í ljóssmásjá.
  3. Næsta stig nefnist miðstig. Allir litningarnir raðast á miðja frumuna þvert á spóluþræðina.
  4. Aðskilnaðarstig. Á þessu stigi rofna tengslin á milli litningaþráðanna og spóluþræðina, það er að segja aðskilnaður verður á milli upprunalega litningsins og eftirmyndarinnar (nýja litningsins). Spóluþræðirnir draga litninganna í sundur.
  5. Lokastig. Á þessu stigi eyðist spólan og tvær nýjar kjarnahimnur myndast, utan um litningahópanna tvo sem munu tilheyra tveimur dótturfrumum (ef um mítósu-skiptingu er að ræða, við meiósu-skiptingu verða til fjórar kynfrumur). Litningarnir lengjast og grennast og taka á sig það form sem þeir verða á þegar frumurnar eru í „venjulega“.



Heimildir og mynd:...