Þessi hundategund var afar sjaldgæf og um tíma leit út fyrir að hún myndi deyja út. Á áttunda áratug tuttugustu aldar var sett af stað ræktunarátak í Bandaríkjunum sem kom þessu hundaafbrigði til bjargar. Shar-pei-hundarnir hafa reynst afar vel sem varðhundar enda eru þeir húsbóndahollir. Mældir frá herðarkambi eru þeir um 46-50 cm á hæð og vel þjálfaðir hundar vega um 18-25 kg. Shar-pei hafa reynst góðir heimilishundar. Myndin er fengin af vefsetrinu Chinese Shar-Pei.
Hvað er shar-pei?
Þessi hundategund var afar sjaldgæf og um tíma leit út fyrir að hún myndi deyja út. Á áttunda áratug tuttugustu aldar var sett af stað ræktunarátak í Bandaríkjunum sem kom þessu hundaafbrigði til bjargar. Shar-pei-hundarnir hafa reynst afar vel sem varðhundar enda eru þeir húsbóndahollir. Mældir frá herðarkambi eru þeir um 46-50 cm á hæð og vel þjálfaðir hundar vega um 18-25 kg. Shar-pei hafa reynst góðir heimilishundar. Myndin er fengin af vefsetrinu Chinese Shar-Pei.
Útgáfudagur
7.9.2002
Spyrjandi
Árni Björn Helgason
Tilvísun
JMH. „Hvað er shar-pei?“ Vísindavefurinn, 7. september 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2691.
JMH. (2002, 7. september). Hvað er shar-pei? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2691
JMH. „Hvað er shar-pei?“ Vísindavefurinn. 7. sep. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2691>.