Svipað gerist þegar SMS-skilaboð eru móttekin, það er síminn sendir frá sér kraftmeiri rafsegulbylgjur á púlsformi til að láta vita að hann sé tilbúinn að taka á móti skilaboðum. Það dugar til að þess að við heyrum í merkjunum ef rafmagnstæki eins og hátalarar eru nærri farsímanum. Rétt er að taka fram að þetta á einkum við um venjulega GSM-síma; nýrri farsímar og farsímastaðlar eins og 3G, senda ekki frá sér stutta púlsa á þessu formi. Ítarefni:
- EDN.com. Skoðað 27.10.2011.
- GSM services á Wikipedia.org. Skoðað 27.10.2011.
- Eventhelix.com. Skoðað 27.10.2011.
- www.dancewithshadows.com. Sótt 27.10.2011.