Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er laxsíld?

Jón Már Halldórsson

Laxsíld er samheiti yfir nokkrar tegundir af laxsíldaættinni (l. Myctophidae). Laxasíldar eru litlir, þunnvaxnir og stórmynntir fiskar sem halda sig á miðsævinu á úthafinu. Í riti Gunnars Jónssonar, Íslenskir fiskar er getið um 10 tegundir af þessari ætt sem fundist hafa innan íslensku efnahagslögsögunnar en alls finnast 57 tegundir í NA-Atlantshafi og Miðjarðarhafi.

Þær eru: punktalaxsíld (Myctophum punctatum)sem er á myndinni hér til hliðar, ísalaxsíld (Benthosema glaciale), madeirulaxsíld (Ceratoscopelus maderensis), rafinslaxsíld (Diaphus rafinesquei), uggalaxsíld (Hygopum hygomi), gljálaxsíld (Lampadena speculigera), fenrislaxsíld (Lampanyctus crocodilus), atlantslaxsíld (Lampanyctus intricarius), langa laxsíld (Notoscopelus kroeyeri) og íshafslaxsíld (Protomyctopum arcticum).

Ísalaxsíld (sem sjá má á myndinni hér til hliðar) mun vera algengasta tegund ættarinnar enda hefur hún geysilega mikla útbreiðslu í Miðjarðarhafi og N- Atlandshafi norðan 35°N og norður til Svalbarða 80° N.

Eitt af helstu einkennum fiska af þessari ætt eru ljósfærin. Ljósfæri eru líffæri sem gefa frá sér ljós hjá fiskum og nokkrum öðrum hópum dýra. Ljósið kemur vegna efnahvarfa sem verða í frumum á ysta lagi dýranna. Ljósfærin eru mismörg og á mismunandi stöðum eftir tegundum og má meðal annars greina einstaklinga til tegunda eftir fjölda og staðsetningu þessara ljósfæra.

Laxasíldar eru frekar smáir fiskar og eru á bilinu 6 til 20 sentímetrar á lengd. Ekki eru til nægjanlegar upplýsingar um ýmsa þætti í vistfræði fiskanna þar sem ekki hafa verið gerðar nægjanlega margar rannsóknir á laxsíldum.

Íslendingar hafa hingað til ekki hagnýtt laxsíldarnar en nú er hafið samstarfsverkefni milli nokkurra opinberra stofnanna og útgerðafyrirtækja þar sem veiðanleiki þessara tegunda er kannaður. Ráðgert er að nýta laxsíldina í bræðslu ef niðurstöður samstarfsverkefnisins verða jákvæðar.

Heimildir, myndir og frekara lesefni

Gunnar Jónsson. Íslenskir fiskar, Fjölvi. Reykjavík. 1983

www.fishbase.org

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

24.6.2002

Spyrjandi

Gunnar Þorláksson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er laxsíld?“ Vísindavefurinn, 24. júní 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2523.

Jón Már Halldórsson. (2002, 24. júní). Hvað er laxsíld? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2523

Jón Már Halldórsson. „Hvað er laxsíld?“ Vísindavefurinn. 24. jún. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2523>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er laxsíld?
Laxsíld er samheiti yfir nokkrar tegundir af laxsíldaættinni (l. Myctophidae). Laxasíldar eru litlir, þunnvaxnir og stórmynntir fiskar sem halda sig á miðsævinu á úthafinu. Í riti Gunnars Jónssonar, Íslenskir fiskar er getið um 10 tegundir af þessari ætt sem fundist hafa innan íslensku efnahagslögsögunnar en alls finnast 57 tegundir í NA-Atlantshafi og Miðjarðarhafi.

Þær eru: punktalaxsíld (Myctophum punctatum)sem er á myndinni hér til hliðar, ísalaxsíld (Benthosema glaciale), madeirulaxsíld (Ceratoscopelus maderensis), rafinslaxsíld (Diaphus rafinesquei), uggalaxsíld (Hygopum hygomi), gljálaxsíld (Lampadena speculigera), fenrislaxsíld (Lampanyctus crocodilus), atlantslaxsíld (Lampanyctus intricarius), langa laxsíld (Notoscopelus kroeyeri) og íshafslaxsíld (Protomyctopum arcticum).

Ísalaxsíld (sem sjá má á myndinni hér til hliðar) mun vera algengasta tegund ættarinnar enda hefur hún geysilega mikla útbreiðslu í Miðjarðarhafi og N- Atlandshafi norðan 35°N og norður til Svalbarða 80° N.

Eitt af helstu einkennum fiska af þessari ætt eru ljósfærin. Ljósfæri eru líffæri sem gefa frá sér ljós hjá fiskum og nokkrum öðrum hópum dýra. Ljósið kemur vegna efnahvarfa sem verða í frumum á ysta lagi dýranna. Ljósfærin eru mismörg og á mismunandi stöðum eftir tegundum og má meðal annars greina einstaklinga til tegunda eftir fjölda og staðsetningu þessara ljósfæra.

Laxasíldar eru frekar smáir fiskar og eru á bilinu 6 til 20 sentímetrar á lengd. Ekki eru til nægjanlegar upplýsingar um ýmsa þætti í vistfræði fiskanna þar sem ekki hafa verið gerðar nægjanlega margar rannsóknir á laxsíldum.

Íslendingar hafa hingað til ekki hagnýtt laxsíldarnar en nú er hafið samstarfsverkefni milli nokkurra opinberra stofnanna og útgerðafyrirtækja þar sem veiðanleiki þessara tegunda er kannaður. Ráðgert er að nýta laxsíldina í bræðslu ef niðurstöður samstarfsverkefnisins verða jákvæðar.

Heimildir, myndir og frekara lesefni

Gunnar Jónsson. Íslenskir fiskar, Fjölvi. Reykjavík. 1983

www.fishbase.org

...