Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað heita gulu flugurnar sem sjást oft í kúamykju og hvað eru þær að gera í skítnum?

Erling Ólafsson

Gulu loðnu flugurnar sem sitja oft í miklum fjölda á mykjuskán í haga heita mykjuflugur (Scathophaga stercoraria). Þessar gulu eru karlflugurnar, en með þeim á skítnum eru kvenflugur sem minna fer fyrir, enda grænmóskulegar og falla betur að umhverfinu. Reyndar er breytileikinn mikill, bæði hvað stærð og skýrleika lita varðar. Litlar karlflugur eru oft ekki svo frábrugðnar kvenflugum á lit. Stundum verða þeir litlu stærri körlum að bráð.

Fullorðnar mykjuflugur eru á ferli frá vori og fram eftir hausti en í mestum fjölda um og upp úr miðju sumri. Þær finnast hvarvetna en kjósa bithaga búsmala öðrum stöðum fremur. Á hálendinu eru þær til dæmis fáliðaðar þar sem engin er sauðfjárbeitin.


Mykjufluga á mykjuskán, karldýr, 7 mm.

Mykjuflugur safnast saman á nýjum húsdýraskít til mökunar og veiða, stundum í miklum fjölda. Flugurnar veiða aðrar flugur sér til matar. Þær verpa í húsdýraskít þar sem lirfurnar alast upp og leggja sér til munns lirfur annarra skordýra og einnig skítinn sjálfan.

Útbreiðsla mykjuflugnanna er um gjörvalla Evrópu frá nyrstu slóðum til suðurs. Þær finnast í Færeyjum, Miðjarðarhafslöndum, Afríku og Asíu, á Kanaríeyjum, Azoreyjum og Madeira, í Síberíu, Novaya Zemlya, Grænlandi og í norðanverðri Norður-Ameríku. Á Íslandi eru mykjuflugurnar algengar um land allt, jafnt á láglendi sem hálendi.

Heimildir:
  • Hrefna Sigurjónsdóttir 1997. Mykjuflugan. Náttúrufræðingurinn 67: 3–19.
  • Nielsen, P., O. Ringdahl & S.L. Tuxen 1954. Diptera 1 (exclusive of Ceratopogonidae and Chironomidae). Zoology of Iceland III, Part 48a. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 189 bls.

Mynd:
  • Mykjufluga. © Erling Ólafsson. Sótt 17.1.2010.


Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Svarið er birt hér í örlítið breyttri mynd. Upprunalegi textinn er hér.

Höfundur

Erling Ólafsson

skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun

Útgáfudagur

18.1.2010

Spyrjandi

Ragnar Ragnarsson

Tilvísun

Erling Ólafsson. „Hvað heita gulu flugurnar sem sjást oft í kúamykju og hvað eru þær að gera í skítnum?“ Vísindavefurinn, 18. janúar 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=23985.

Erling Ólafsson. (2010, 18. janúar). Hvað heita gulu flugurnar sem sjást oft í kúamykju og hvað eru þær að gera í skítnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=23985

Erling Ólafsson. „Hvað heita gulu flugurnar sem sjást oft í kúamykju og hvað eru þær að gera í skítnum?“ Vísindavefurinn. 18. jan. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=23985>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað heita gulu flugurnar sem sjást oft í kúamykju og hvað eru þær að gera í skítnum?
Gulu loðnu flugurnar sem sitja oft í miklum fjölda á mykjuskán í haga heita mykjuflugur (Scathophaga stercoraria). Þessar gulu eru karlflugurnar, en með þeim á skítnum eru kvenflugur sem minna fer fyrir, enda grænmóskulegar og falla betur að umhverfinu. Reyndar er breytileikinn mikill, bæði hvað stærð og skýrleika lita varðar. Litlar karlflugur eru oft ekki svo frábrugðnar kvenflugum á lit. Stundum verða þeir litlu stærri körlum að bráð.

Fullorðnar mykjuflugur eru á ferli frá vori og fram eftir hausti en í mestum fjölda um og upp úr miðju sumri. Þær finnast hvarvetna en kjósa bithaga búsmala öðrum stöðum fremur. Á hálendinu eru þær til dæmis fáliðaðar þar sem engin er sauðfjárbeitin.


Mykjufluga á mykjuskán, karldýr, 7 mm.

Mykjuflugur safnast saman á nýjum húsdýraskít til mökunar og veiða, stundum í miklum fjölda. Flugurnar veiða aðrar flugur sér til matar. Þær verpa í húsdýraskít þar sem lirfurnar alast upp og leggja sér til munns lirfur annarra skordýra og einnig skítinn sjálfan.

Útbreiðsla mykjuflugnanna er um gjörvalla Evrópu frá nyrstu slóðum til suðurs. Þær finnast í Færeyjum, Miðjarðarhafslöndum, Afríku og Asíu, á Kanaríeyjum, Azoreyjum og Madeira, í Síberíu, Novaya Zemlya, Grænlandi og í norðanverðri Norður-Ameríku. Á Íslandi eru mykjuflugurnar algengar um land allt, jafnt á láglendi sem hálendi.

Heimildir:
  • Hrefna Sigurjónsdóttir 1997. Mykjuflugan. Náttúrufræðingurinn 67: 3–19.
  • Nielsen, P., O. Ringdahl & S.L. Tuxen 1954. Diptera 1 (exclusive of Ceratopogonidae and Chironomidae). Zoology of Iceland III, Part 48a. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 189 bls.

Mynd:
  • Mykjufluga. © Erling Ólafsson. Sótt 17.1.2010.


Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Svarið er birt hér í örlítið breyttri mynd. Upprunalegi textinn er hér....