Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur barn verið í öðrum blóðflokki en foreldrar þess, til dæmis í flokki O ef foreldrar eru bæði í flokki A?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Svarið er já; barn getur verið í öðrum blóðflokki en foreldrar þess, en þetta fer þó eftir tilteknum reglum. Meðal annars geta foreldrar í flokki A átt barn í flokki O eins og spyrjandi tekur sem dæmi.

Í svari Bergþórs Björnssonar við spurningunni Hvernig verkar blóðflokkakerfið? Hvað þýða stafirnir og plús- og mínusmerkin? segir meðal annars:


Mótefnavakarnir sem ABO-blóðflokkakerfið byggir á eru fjölsykrur sem eru fastar í frumuhimnu rauðra blóðkorna en mótefnin myndast í ónæmiskerfinu. Á hverju rauðu blóðkorni eru sæti fyrir tvær tegundir mótefnavaka úr þessu kerfi og erfist önnur tegundin frá föður og hin frá móður. Mögulegir mótefnavakar í kerfinu eru tveir og eru þeir kallaðir A og B. Ekki er nauðsynlegt að hafa mótefnavaka á rauðu blóðkornunum og ef hvorug tegundin er til staðar (arfgerð OO) er um blóðflokk O að ræða. Slíkt getur einungis gerst ef báðir foreldrar hafa haft að minnsta kosti annað sætið á rauðum blóðkornum sínum autt. Til þess að um blóðflokk A sé að ræða þarf arfgerð einstaklings að vera ein af þremur, OA, AO eða AA. Ef um OA eða AO arfgerð er að ræða hefur einstaklingurinn erft mótefnavaka A frá annað hvort móður eða föður en engan mótefnavaka frá hinu foreldrinu. Um blóðflokk B gildir á sama hátt að arfgerðir geta verið OB, BO eða BB. AB-blóðflokkurinn er sjaldgæfastur og er einungis til staðar í þeim sem hafa arfgerðina AB.
Í þessu felst til dæmis að foreldrar sem eru bæði í flokki O geta einungis eignast börn í þeim flokki.

Ef foreldrar eru bæði í flokki AB getur barnið orðið hvort sem er í flokki AB, A (arfgerð AA) eða B (BB), en það getur ekki orðið í flokki O.

Ef foreldrar eru bæði í flokki A eins og dæmið í spurningunni miðast við, verður barnið oftast í þeim flokki en getur þó einmitt lent í flokki O. Möguleikarnir í arfgerðum eru þá þessir:
AA + AA -> AA, flokkur A

AA + AO -> AA eða AO, flokkur A

AO + AO -> AA, AO eða OA, flokkur A; OO, flokkur O
Hliðstæðar niðurstöður fást ef foreldrar eru bæði í flokki B; barnið getur þá verið í flokki O.

Ef annað foreldri er í flokki A og hitt í B-flokki geta ýmsir kostir komið upp:
AA + BB -> AB, flokkur AB

AA + BO -> AO, flokkur A; eða AB, flokkur AB

AO + BB -> OB, flokkur B ; eða AB, flokkur AB

AO + BO -> AO, flokkur A; OB, flokkur B; AB, flokkur AB; eða OO, flokkur O
Ef annað foreldri er í flokki A eða B og hitt í flokki O verður barnið í sama flokki og annaðhvort foreldrið.

Ef annað foreldrið er í flokki AB og hitt í O verður barnið í flokki A eða B, með öðrum orðum alls ekki í sama flokki og annaðhvort foreldrið!

Hér að neðan má líta mynd, sem þó er ekki tæmandi, um erfðir blóðflokkanna. Smellið til að fá stærri útgáfu. Hún er fengin á vef blóðbankans





Mynd: HB

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

13.5.2002

Spyrjandi

Dagný Gunnarsdottir

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Getur barn verið í öðrum blóðflokki en foreldrar þess, til dæmis í flokki O ef foreldrar eru bæði í flokki A?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2374.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 13. maí). Getur barn verið í öðrum blóðflokki en foreldrar þess, til dæmis í flokki O ef foreldrar eru bæði í flokki A? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2374

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Getur barn verið í öðrum blóðflokki en foreldrar þess, til dæmis í flokki O ef foreldrar eru bæði í flokki A?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2374>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur barn verið í öðrum blóðflokki en foreldrar þess, til dæmis í flokki O ef foreldrar eru bæði í flokki A?
Svarið er já; barn getur verið í öðrum blóðflokki en foreldrar þess, en þetta fer þó eftir tilteknum reglum. Meðal annars geta foreldrar í flokki A átt barn í flokki O eins og spyrjandi tekur sem dæmi.

Í svari Bergþórs Björnssonar við spurningunni Hvernig verkar blóðflokkakerfið? Hvað þýða stafirnir og plús- og mínusmerkin? segir meðal annars:


Mótefnavakarnir sem ABO-blóðflokkakerfið byggir á eru fjölsykrur sem eru fastar í frumuhimnu rauðra blóðkorna en mótefnin myndast í ónæmiskerfinu. Á hverju rauðu blóðkorni eru sæti fyrir tvær tegundir mótefnavaka úr þessu kerfi og erfist önnur tegundin frá föður og hin frá móður. Mögulegir mótefnavakar í kerfinu eru tveir og eru þeir kallaðir A og B. Ekki er nauðsynlegt að hafa mótefnavaka á rauðu blóðkornunum og ef hvorug tegundin er til staðar (arfgerð OO) er um blóðflokk O að ræða. Slíkt getur einungis gerst ef báðir foreldrar hafa haft að minnsta kosti annað sætið á rauðum blóðkornum sínum autt. Til þess að um blóðflokk A sé að ræða þarf arfgerð einstaklings að vera ein af þremur, OA, AO eða AA. Ef um OA eða AO arfgerð er að ræða hefur einstaklingurinn erft mótefnavaka A frá annað hvort móður eða föður en engan mótefnavaka frá hinu foreldrinu. Um blóðflokk B gildir á sama hátt að arfgerðir geta verið OB, BO eða BB. AB-blóðflokkurinn er sjaldgæfastur og er einungis til staðar í þeim sem hafa arfgerðina AB.
Í þessu felst til dæmis að foreldrar sem eru bæði í flokki O geta einungis eignast börn í þeim flokki.

Ef foreldrar eru bæði í flokki AB getur barnið orðið hvort sem er í flokki AB, A (arfgerð AA) eða B (BB), en það getur ekki orðið í flokki O.

Ef foreldrar eru bæði í flokki A eins og dæmið í spurningunni miðast við, verður barnið oftast í þeim flokki en getur þó einmitt lent í flokki O. Möguleikarnir í arfgerðum eru þá þessir:
AA + AA -> AA, flokkur A

AA + AO -> AA eða AO, flokkur A

AO + AO -> AA, AO eða OA, flokkur A; OO, flokkur O
Hliðstæðar niðurstöður fást ef foreldrar eru bæði í flokki B; barnið getur þá verið í flokki O.

Ef annað foreldri er í flokki A og hitt í B-flokki geta ýmsir kostir komið upp:
AA + BB -> AB, flokkur AB

AA + BO -> AO, flokkur A; eða AB, flokkur AB

AO + BB -> OB, flokkur B ; eða AB, flokkur AB

AO + BO -> AO, flokkur A; OB, flokkur B; AB, flokkur AB; eða OO, flokkur O
Ef annað foreldri er í flokki A eða B og hitt í flokki O verður barnið í sama flokki og annaðhvort foreldrið.

Ef annað foreldrið er í flokki AB og hitt í O verður barnið í flokki A eða B, með öðrum orðum alls ekki í sama flokki og annaðhvort foreldrið!

Hér að neðan má líta mynd, sem þó er ekki tæmandi, um erfðir blóðflokkanna. Smellið til að fá stærri útgáfu. Hún er fengin á vef blóðbankans





Mynd: HB...