Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að ágætt er að kynna sér svar sama höfundar við spurningunni Hvað eru pólskipti?
Það er ekki vitað til þess að pólskipti hafi orðið á sögulegum tíma, og ekki heldur frá lokum ísaldar fyrir um 12 þúsund árum. Það þekktasta af þeim mjög stuttu segulskeiðum sem nú er vitað um, fannst fyrst við mælingar á gosbergi í sunnanverðu Frakklandi 1967. Samkvæmt nýjustu niðurstöðum aldursgreininga stóð það skeið aðeins um eða innan við 2 þúsund ár fyrir um 40 þúsund árum. Óljósari gögn eru til um annað slíkt örstutt skeið fyrir um 32 þúsund árum.
Hér á Íslandi hefur ekki mikið verið leitað að gosmyndunum frá þessum tímabilum, en líklegt er þó að nokkur fell á Reykjanesskaganum austan Grindavíkur hafi myndast í öflugri eldgosahrinu á því fyrrnefnda. Í þeim fellum, meðal annars Siglubergshálsi og Skálamælifelli sitt hvoru megin við bæinn Ísólfsskála, hefur fundist með mælingum að það segulskaut sem nú er við norðurheimskautið lá þá 10° sunnan við miðbaug.
Mynd:
Leó Kristjánsson (1943-2020). „Hafa norður og suðurpóllinn skipst á + og - á sögulegum tíma?“ Vísindavefurinn, 14. september 2009, sótt 1. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=23518.
Leó Kristjánsson (1943-2020). (2009, 14. september). Hafa norður og suðurpóllinn skipst á + og - á sögulegum tíma? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=23518
Leó Kristjánsson (1943-2020). „Hafa norður og suðurpóllinn skipst á + og - á sögulegum tíma?“ Vísindavefurinn. 14. sep. 2009. Vefsíða. 1. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=23518>.