Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er sjaldgæfasta spendýr í heimi?

Jón Már Halldórsson

Svarið við þessari spurningu er ekki auðfundið því að í fyrsta lagi greinir menn á hvort sumar tegundir séu útdauðar eða ekki. Í öðru lagi eru stofnstærðir margra sjaldgæfra tegunda sem lifa í regnskógum og á öðrum torfærum svæðum afar illa þekktar. Þó er vitað um nokkrar tegundir sem hafa stofnstærð sem telur vel undir 100 einstaklinga.

Á meðal þeirra dýra sem deilt er um er tasmaníutígurinn (Thylacinus cynocephalus). Flestir dýrafræðingar hallast að því að tegundin sé nú útdauð. Sjónarvottar hafa á undanförnum áratugum sagst hafa séð þetta dýr en leit að því hefur ekki borið neinn árangur.


Að öllum líkindum er hin smávaxna hrefnutegund vaquita (Phocoena sinus) sjaldgæfasta sjávarspendýrið sem til er í dag. Þetta dýr lifir nú á takmörkuðu svæði í Mexíkóflóa en hefur drepist á undanförnum áratugum í stórum stíl í reknetum. Ofveiði á helstu fæðu vaquita eins og smokkfiski, hefur einnig leitt til minnkunar stofnsins. Vaquita lifir yfirleitt í litlum hópi með 2 til 5 öðrum dýrum. Þetta er afar lítill hvalur, kvendýrin verða stærri en karldýrin eða 1,5 metrar á lengd en karldýrin 1,4 metrar og fullorðin vega þau rúmlega 50 kíló. Stofnstærðarmælingar benda til þess að tegundin telji nú rúmlega 200 dýr. Henni var fyrst lýst til tegundar árið 1958 og hún er því ekki bara sjaldgæfasta tegund sjávarspendýranna heldur einnig sú nýjasta.

Af fáeinum öðrum tegundum hefur aðeins fundist einn einstaklingur. Þeirra á meðal er leðurblökutegundin Paracoelops megalotis, sem franski líffræðingurinn David Beaulieu fann árið 1945 í Vinh í Víetnam. Eintakið sem hann fann er hið þekkta af tegundinni og er það varðveitt á dýrafræðisafni Parísarborgar. Fræðimenn telja að tegundin finnist á afar takmörkuðu svæði í afskekktum frumskógi í norðurhluta Víetnam. Sömu sögu er að segja af annarri leðurblökutegund sem heitir á latínu Latidens salimalii en eina eintakið sem fundist hefur af þeirri tegund fannst árið 1972 í Highwavy-fjöllum í Suður-Indlandi. Dýrið er varðveitt í Náttúrufræðisafninu í Bombay.

Fleskrottutegundin Capromys garridoi er afar sjaldgæft nagdýr sem finnst einungis á einni lítilli eyju undan strönd Kúbu. Önnur fleskrottutegund, Capromys sanfelipensis, hefur ekki fundist síðan 1991 en var fyrst lýst til tegundar árið 1970. Menn greinir mjög á um hvort tegundin sé ennþá til en innfluttar rottur af tegundinni Rattus rattus auk búsvæðaröskunar eru meginástæður þess að fleskrottutegundin er nú annað hvort útdauð eða á barmi útrýmingar.

Myndin af hrefnunni er fengin á vefsetrinu www.cetacea.org

Leðurblakan er fengin á vefsetri John Hopkins University Press

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.5.2002

Spyrjandi

Þorlákur Holm

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvert er sjaldgæfasta spendýr í heimi?“ Vísindavefurinn, 3. maí 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2351.

Jón Már Halldórsson. (2002, 3. maí). Hvert er sjaldgæfasta spendýr í heimi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2351

Jón Már Halldórsson. „Hvert er sjaldgæfasta spendýr í heimi?“ Vísindavefurinn. 3. maí. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2351>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er sjaldgæfasta spendýr í heimi?
Svarið við þessari spurningu er ekki auðfundið því að í fyrsta lagi greinir menn á hvort sumar tegundir séu útdauðar eða ekki. Í öðru lagi eru stofnstærðir margra sjaldgæfra tegunda sem lifa í regnskógum og á öðrum torfærum svæðum afar illa þekktar. Þó er vitað um nokkrar tegundir sem hafa stofnstærð sem telur vel undir 100 einstaklinga.

Á meðal þeirra dýra sem deilt er um er tasmaníutígurinn (Thylacinus cynocephalus). Flestir dýrafræðingar hallast að því að tegundin sé nú útdauð. Sjónarvottar hafa á undanförnum áratugum sagst hafa séð þetta dýr en leit að því hefur ekki borið neinn árangur.


Að öllum líkindum er hin smávaxna hrefnutegund vaquita (Phocoena sinus) sjaldgæfasta sjávarspendýrið sem til er í dag. Þetta dýr lifir nú á takmörkuðu svæði í Mexíkóflóa en hefur drepist á undanförnum áratugum í stórum stíl í reknetum. Ofveiði á helstu fæðu vaquita eins og smokkfiski, hefur einnig leitt til minnkunar stofnsins. Vaquita lifir yfirleitt í litlum hópi með 2 til 5 öðrum dýrum. Þetta er afar lítill hvalur, kvendýrin verða stærri en karldýrin eða 1,5 metrar á lengd en karldýrin 1,4 metrar og fullorðin vega þau rúmlega 50 kíló. Stofnstærðarmælingar benda til þess að tegundin telji nú rúmlega 200 dýr. Henni var fyrst lýst til tegundar árið 1958 og hún er því ekki bara sjaldgæfasta tegund sjávarspendýranna heldur einnig sú nýjasta.

Af fáeinum öðrum tegundum hefur aðeins fundist einn einstaklingur. Þeirra á meðal er leðurblökutegundin Paracoelops megalotis, sem franski líffræðingurinn David Beaulieu fann árið 1945 í Vinh í Víetnam. Eintakið sem hann fann er hið þekkta af tegundinni og er það varðveitt á dýrafræðisafni Parísarborgar. Fræðimenn telja að tegundin finnist á afar takmörkuðu svæði í afskekktum frumskógi í norðurhluta Víetnam. Sömu sögu er að segja af annarri leðurblökutegund sem heitir á latínu Latidens salimalii en eina eintakið sem fundist hefur af þeirri tegund fannst árið 1972 í Highwavy-fjöllum í Suður-Indlandi. Dýrið er varðveitt í Náttúrufræðisafninu í Bombay.

Fleskrottutegundin Capromys garridoi er afar sjaldgæft nagdýr sem finnst einungis á einni lítilli eyju undan strönd Kúbu. Önnur fleskrottutegund, Capromys sanfelipensis, hefur ekki fundist síðan 1991 en var fyrst lýst til tegundar árið 1970. Menn greinir mjög á um hvort tegundin sé ennþá til en innfluttar rottur af tegundinni Rattus rattus auk búsvæðaröskunar eru meginástæður þess að fleskrottutegundin er nú annað hvort útdauð eða á barmi útrýmingar.

Myndin af hrefnunni er fengin á vefsetrinu www.cetacea.org

Leðurblakan er fengin á vefsetri John Hopkins University Press...