Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju límist límtúpan ekki saman?

Halldór Svavarsson

Það má skipta límgerðum gróflega í tvo flokka eftir virkni þeirra. Annar flokkurinn byggir á herslu (stífnun) af völdum efnahvarfa og hinn flokkurinn byggir á herslu af völdum uppgöfunar vökva (leysi). Lím í fyrri flokknum eru almennt sterkari en lím úr seinni flokknum en jafnframt eru þau oft vandmeðfarnari og geta verið ertandi fyrir hörund, lyktsterk og jafnvel eitruð.

Dæmi um lím úr fyrri flokknum er til dæmis tveggja þátta lím á borð við epoxý (sjá mynd 1) og pólýúretan (e. polyurethane) sem byrja að herðast eftir að tveimur aðskildum efnum er blandað saman.

Mynd 1. Epoxýlím er tveggja þátta þar sem blanda þarf epoxýefni og herði (e. hardener) saman. Límið harðnar fljótt og er því blandað saman rétt fyrir notkun.

Dæmi um lím úr síðarnefnda flokknum eru ýmis föndurlím, hvítt trélím og snertilím (sjá mynd 2). Snertilím er gúmmíkennt viðkomu, vanalega borið á báða snertifleti sem eru svo settir saman þegar límið er orðist snertifrítt. Límtúpur sem minnst er á í spurningunni hér efst tiheyra þessum flokki. Á meðan límtúpan (eða dollan) er vel lokuð verður engin eða að minnsta kosti lítil uppgufun á vökvanum (leysinum) og límið helst fljótandi.

Mynd 2. Gert við reiðhjólaslöngu með snertilími.

Eftirfarandi spurningu var einnig svarað:
  • Af hverju þornar límið ekki í límtúpunni?

Myndir:

Höfundur

Halldór Svavarsson

dósent við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík

Útgáfudagur

25.11.2013

Spyrjandi

Árný Arnarsdóttir, Rebekka Þórhallsdóttir, Ingunn Björgvinsdóttir

Tilvísun

Halldór Svavarsson. „Af hverju límist límtúpan ekki saman?“ Vísindavefurinn, 25. nóvember 2013, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=20227.

Halldór Svavarsson. (2013, 25. nóvember). Af hverju límist límtúpan ekki saman? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=20227

Halldór Svavarsson. „Af hverju límist límtúpan ekki saman?“ Vísindavefurinn. 25. nóv. 2013. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=20227>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju límist límtúpan ekki saman?
Það má skipta límgerðum gróflega í tvo flokka eftir virkni þeirra. Annar flokkurinn byggir á herslu (stífnun) af völdum efnahvarfa og hinn flokkurinn byggir á herslu af völdum uppgöfunar vökva (leysi). Lím í fyrri flokknum eru almennt sterkari en lím úr seinni flokknum en jafnframt eru þau oft vandmeðfarnari og geta verið ertandi fyrir hörund, lyktsterk og jafnvel eitruð.

Dæmi um lím úr fyrri flokknum er til dæmis tveggja þátta lím á borð við epoxý (sjá mynd 1) og pólýúretan (e. polyurethane) sem byrja að herðast eftir að tveimur aðskildum efnum er blandað saman.

Mynd 1. Epoxýlím er tveggja þátta þar sem blanda þarf epoxýefni og herði (e. hardener) saman. Límið harðnar fljótt og er því blandað saman rétt fyrir notkun.

Dæmi um lím úr síðarnefnda flokknum eru ýmis föndurlím, hvítt trélím og snertilím (sjá mynd 2). Snertilím er gúmmíkennt viðkomu, vanalega borið á báða snertifleti sem eru svo settir saman þegar límið er orðist snertifrítt. Límtúpur sem minnst er á í spurningunni hér efst tiheyra þessum flokki. Á meðan límtúpan (eða dollan) er vel lokuð verður engin eða að minnsta kosti lítil uppgufun á vökvanum (leysinum) og límið helst fljótandi.

Mynd 2. Gert við reiðhjólaslöngu með snertilími.

Eftirfarandi spurningu var einnig svarað:
  • Af hverju þornar límið ekki í límtúpunni?

Myndir:...