Hvernig beygist nafnið Sigþór? Það er svo algengt að fólk segi 'Sigþóri' í þgf. Er það ekki vitlaust, beygist það ekki eins og Þór?Samkvæmt upplýsingum frá ordabok.is beygjast nöfnin Sigþór og Þór eins og sýnt er hér á eftir. Nöfnin beygjast eins nema í þágufalli.
Nefnifall | Þolfall | Þágufall | Eignarfall | |
Sigþór | Sigþór | Sigþóri | Sigþórs | |
Þór | Þór | Þór | Þórs |
Ordabok.is
Mynd: HB