Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Í Íslensku orðsifjabókinni kemur fram að 'amen' sé lokaorð í ýmsum kristnum predikunum og helgiathöfnum. Orðið er tökuorð sem hefur komist inn í íslensku með kristnum sið. Líklega hefur það verið tekið beint úr latínu en orðið 'amen' er hins vegar ættað úr hebresku og þýðir "sannlega" eða "satt".
Í viðauka við nýjustu útgáfur Biblíunnar sem heitir "Orðskýringar" er 'amen' skýrt á eftirfarandi hátt:
"Það stendur fast, það er vissulega rétt, áræðanlegt [og] öruggt. Amen er lokaorðið í bænum og lofgjörðum í guðsþjónustunni. Orðið kemur mjög oft fyrir í upphafi ummæla Jesú (þýtt sannlega) og er þá gjarnan tvítekið til áherslu (Mt 5.18; Jh 3.3).
Heimildir
Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, 1989. Bls. 301. Bíblían. Reykjavík: Hið íslenska bíblíufélag, 1981.