Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er olíutunnan margir lítrar?

UA og ÞV

Þegar verið er fjalla um heimsmarkaðsverð á olíu í fréttum er oft sagt að olíutunnan (olíufatið eða það sem kallast ‘oil barrel’ á ensku) kosti nú svo og svo mikið. Þá er miðað við tunnu sem hefur að geyma 159 lítra af hráolíu eða 42 bandarísk gallon eða 35 bresk “imperial” gallon. Trétunnur með þessu rúmmáli voru notaðar undir vín, bjór, viskí og fisk áður en olían kom til sögunnar. Nokkur tími leið þó þar til stærð tunnunnar féll í staðlaðar skorður upp úr 1870. Bretar nota einnig eininguna rúmmetra um olíu en í honum eru 6,29 tunnur. Olía er líka stundum mæld í tonnum.


Trétunnur og tankar á Tarr Farm árið 1862. Ef rýnt er í myndina er má sjá að tunnurnar eru ólíkar að stærð. Borholan hét Phillips No. 2.

Þó að tunnan sé þannig notuð á sérstakan hátt sem mælieining eru raunverulegar tunnur misjafnar að rúmmáli. Í seinni heimstyrjöldinni var oftast talað um að olíutunnan rúmaði 200 lítra. Olíutunnur sem olíufélögin dreifa nú rúma flestar 205 til 209 lítra en þær eru að sjálfsögðu ekki viðurkenndar sem stöðluð mælieining eins og hráolíutunnan. Í dag er algengast er að olíu og bensíni sé dreift í tönkum eða geymum. Í olíutunnum hér á landi er oftast smurolía sem er notuð á vélar.

Heimildir:

Measurement Unit Converter

www.oilhistory.com

Reynir A. Guðlaugsson, Skeljungi hf.

Höfundar

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

4.12.2001

Spyrjandi

Ingólfur Sigurðsson

Tilvísun

UA og ÞV. „Hvað er olíutunnan margir lítrar?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2001, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1990.

UA og ÞV. (2001, 4. desember). Hvað er olíutunnan margir lítrar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1990

UA og ÞV. „Hvað er olíutunnan margir lítrar?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2001. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1990>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er olíutunnan margir lítrar?
Þegar verið er fjalla um heimsmarkaðsverð á olíu í fréttum er oft sagt að olíutunnan (olíufatið eða það sem kallast ‘oil barrel’ á ensku) kosti nú svo og svo mikið. Þá er miðað við tunnu sem hefur að geyma 159 lítra af hráolíu eða 42 bandarísk gallon eða 35 bresk “imperial” gallon. Trétunnur með þessu rúmmáli voru notaðar undir vín, bjór, viskí og fisk áður en olían kom til sögunnar. Nokkur tími leið þó þar til stærð tunnunnar féll í staðlaðar skorður upp úr 1870. Bretar nota einnig eininguna rúmmetra um olíu en í honum eru 6,29 tunnur. Olía er líka stundum mæld í tonnum.


Trétunnur og tankar á Tarr Farm árið 1862. Ef rýnt er í myndina er má sjá að tunnurnar eru ólíkar að stærð. Borholan hét Phillips No. 2.

Þó að tunnan sé þannig notuð á sérstakan hátt sem mælieining eru raunverulegar tunnur misjafnar að rúmmáli. Í seinni heimstyrjöldinni var oftast talað um að olíutunnan rúmaði 200 lítra. Olíutunnur sem olíufélögin dreifa nú rúma flestar 205 til 209 lítra en þær eru að sjálfsögðu ekki viðurkenndar sem stöðluð mælieining eins og hráolíutunnan. Í dag er algengast er að olíu og bensíni sé dreift í tönkum eða geymum. Í olíutunnum hér á landi er oftast smurolía sem er notuð á vélar.

Heimildir:

Measurement Unit Converter

www.oilhistory.com

Reynir A. Guðlaugsson, Skeljungi hf.

...