Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er til eitthvert viðurkennt íslenskt orð um steinaríkið sambærilegt við orðin flóra og fána?

Sigurður Steinþórsson

Svarið er nei; slíkt orð mun ekki vera til. Raunar er jurta- og dýraríkið ekki nákvæmlega sama og flóra og fána, því síðarnefndu orðin merkja jurta- eða dýrasamfélag sem einkenna tiltekið svæði eða jarðsögutímabil (til dæmis tertíera flóran eða fuglafána Mývatnssveitar), ekki jurta- og dýraríkið á breiðum grundvelli. Þess vegna mætti jafnvel segja að ekki sé vettvangur (á neinu tungumáli) fyrir hugtak tengt steinaríkinu sem sé sambærilegt við flóru og fánu.

Í mörgum öðrum tungumálum eru orðin flóra og fána ekki höfð um jurtaríkið eða dýraríkið í heild heldur eru sérstök orð um þau. Á ensku nefnast „ríkin“ þrjú til dæmis animal kingdom, vegetable kingdom og mineral kingdom, og þau fyrrnefndu tvö merkja sem sagt dálítið annað en fána og flóra.



Mynd: HB

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

28.8.2001

Spyrjandi

Kristín Einars

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Er til eitthvert viðurkennt íslenskt orð um steinaríkið sambærilegt við orðin flóra og fána?“ Vísindavefurinn, 28. ágúst 2001, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1850.

Sigurður Steinþórsson. (2001, 28. ágúst). Er til eitthvert viðurkennt íslenskt orð um steinaríkið sambærilegt við orðin flóra og fána? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1850

Sigurður Steinþórsson. „Er til eitthvert viðurkennt íslenskt orð um steinaríkið sambærilegt við orðin flóra og fána?“ Vísindavefurinn. 28. ágú. 2001. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1850>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er til eitthvert viðurkennt íslenskt orð um steinaríkið sambærilegt við orðin flóra og fána?
Svarið er nei; slíkt orð mun ekki vera til. Raunar er jurta- og dýraríkið ekki nákvæmlega sama og flóra og fána, því síðarnefndu orðin merkja jurta- eða dýrasamfélag sem einkenna tiltekið svæði eða jarðsögutímabil (til dæmis tertíera flóran eða fuglafána Mývatnssveitar), ekki jurta- og dýraríkið á breiðum grundvelli. Þess vegna mætti jafnvel segja að ekki sé vettvangur (á neinu tungumáli) fyrir hugtak tengt steinaríkinu sem sé sambærilegt við flóru og fánu.

Í mörgum öðrum tungumálum eru orðin flóra og fána ekki höfð um jurtaríkið eða dýraríkið í heild heldur eru sérstök orð um þau. Á ensku nefnast „ríkin“ þrjú til dæmis animal kingdom, vegetable kingdom og mineral kingdom, og þau fyrrnefndu tvö merkja sem sagt dálítið annað en fána og flóra.



Mynd: HB...