Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp leysigeislann?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Þegar spurt er um uppfinningar er oft erfitt að tilgreina hver nákvæmlega fann upp hitt eða þetta. Rannsóknir annarra liggja iðulega að baki nýrri þekkingu og margir koma oft að uppgötvunum sem á endanum eru kannski eignaðar einum vísindamanni. Þegar spurt er um hver fann upp leysigeislann eða leysiljósið má þess vegna nefna að Albert Einstein (1879-1955) lagði fræðilegan grunn að leysinum með jöfnum sem birtust í greinum árið 1916 og 1917.

Bandaríkjamennirnir Charles H. Townes (1915-2015) og Arthur L. Shawlow (1921-1999) voru fyrstir til að lýsa því hvernig nota mætti tiltekna aðferð til að framleiða leysiljós. Það gerðu þeir árið 1958.

Charles H. Townes og Arthur L. Shawlow voru fyrstir til að lýsa því hvernig hægt væri að framleiða leysiljós. Townes sést hér til vinstri á myndinni ásamt James Gordon. Tækið á myndinni er svonefndur meysir.

Þriðji Bandaríkjamaðurinn, Theodore H. Maiman (1927-2007), setti síðan fyrsta leysinn í gang. Það gerði hann 16. maí árið 1960. Maiman tókst þá að koma leysiútgeislun frá roðasteini eða rúbín af stað. Til þess notaði hann leifturljós úr myndavél.

Leysir er íslenskun á enska orðinu „LASER“ , en það er skammstöfun á "Light Amplification by Stimulated Emission of Radiation". Fyrirrennari leysisins var meysir eða „MASER“ á ensku. Það er skammstöfun á orðunum "Microwawe Amplification by Stimulated Emission of Radiation".

Meysar reyndust meðal annars gagnlegir sem næmir magnarar á örbylgjumerkjum í róffræði og útvarpsstjörnufræði. Þeir voru hins vegar ekki jafn nytsamlegir og leysar. Ljósaflið sem hægt er að framleiða í meysi er til að mynda oftast mjög lítið. Eins er erfitt að beina geislun meysa í ákveðna átt eða safna henni saman í lítinn brennidepil.

Theodore H. Maiman setti fyrsta leysinn í gang, 16. maí árið 1960.

Meysiferli voru uppgötvuð í himingeimnum árið 1965, nánar tiltekið í Óríon-gasþokunni. Rannsóknir á meysigeislun eru nú mikilvægt svið innan stjarneðlisfræði.

Það var bandaríski eðlisfræðingurinn Gordon Gould (1920-2005) sem stakk upp á nafninu LASER árið 1959. Hann benti ennfremur á fjölmörg möguleg notkunarsvið, til dæmis litrófsgreiningu, öldu- víxlmælingar, radartækni og kjarnasamruna.

Heimild:

Myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

3.2.2015

Spyrjandi

Berglind Ósk Alfreðsdóttir, Óskar Ingi Magnússon

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver fann upp leysigeislann?“ Vísindavefurinn, 3. febrúar 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=17409.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2015, 3. febrúar). Hver fann upp leysigeislann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=17409

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver fann upp leysigeislann?“ Vísindavefurinn. 3. feb. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=17409>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp leysigeislann?
Þegar spurt er um uppfinningar er oft erfitt að tilgreina hver nákvæmlega fann upp hitt eða þetta. Rannsóknir annarra liggja iðulega að baki nýrri þekkingu og margir koma oft að uppgötvunum sem á endanum eru kannski eignaðar einum vísindamanni. Þegar spurt er um hver fann upp leysigeislann eða leysiljósið má þess vegna nefna að Albert Einstein (1879-1955) lagði fræðilegan grunn að leysinum með jöfnum sem birtust í greinum árið 1916 og 1917.

Bandaríkjamennirnir Charles H. Townes (1915-2015) og Arthur L. Shawlow (1921-1999) voru fyrstir til að lýsa því hvernig nota mætti tiltekna aðferð til að framleiða leysiljós. Það gerðu þeir árið 1958.

Charles H. Townes og Arthur L. Shawlow voru fyrstir til að lýsa því hvernig hægt væri að framleiða leysiljós. Townes sést hér til vinstri á myndinni ásamt James Gordon. Tækið á myndinni er svonefndur meysir.

Þriðji Bandaríkjamaðurinn, Theodore H. Maiman (1927-2007), setti síðan fyrsta leysinn í gang. Það gerði hann 16. maí árið 1960. Maiman tókst þá að koma leysiútgeislun frá roðasteini eða rúbín af stað. Til þess notaði hann leifturljós úr myndavél.

Leysir er íslenskun á enska orðinu „LASER“ , en það er skammstöfun á "Light Amplification by Stimulated Emission of Radiation". Fyrirrennari leysisins var meysir eða „MASER“ á ensku. Það er skammstöfun á orðunum "Microwawe Amplification by Stimulated Emission of Radiation".

Meysar reyndust meðal annars gagnlegir sem næmir magnarar á örbylgjumerkjum í róffræði og útvarpsstjörnufræði. Þeir voru hins vegar ekki jafn nytsamlegir og leysar. Ljósaflið sem hægt er að framleiða í meysi er til að mynda oftast mjög lítið. Eins er erfitt að beina geislun meysa í ákveðna átt eða safna henni saman í lítinn brennidepil.

Theodore H. Maiman setti fyrsta leysinn í gang, 16. maí árið 1960.

Meysiferli voru uppgötvuð í himingeimnum árið 1965, nánar tiltekið í Óríon-gasþokunni. Rannsóknir á meysigeislun eru nú mikilvægt svið innan stjarneðlisfræði.

Það var bandaríski eðlisfræðingurinn Gordon Gould (1920-2005) sem stakk upp á nafninu LASER árið 1959. Hann benti ennfremur á fjölmörg möguleg notkunarsvið, til dæmis litrófsgreiningu, öldu- víxlmælingar, radartækni og kjarnasamruna.

Heimild:

Myndir:

...