Hér er einnig svarað spurningu Rutar Bergmann: „Hvað var Jóhann risi hár?”Hæsti maður í heimi heitir Wang Fengjun frá Kína en hann er meira en 2,5 metrar á hæð. Fengjun er 22 ára og á að fara í aðgerð sem á að fá hann til að hætta að stækka. Aðrir spítalar hafa neitað að framkvæma þessa aðgerð af því að hún ku vera of hættuleg. Hæsti maður Íslands var Jóhann Svarfdælingur. Hann var 2,34 metrar á hæð og vó þá 163 kíló. Tuttugu og tveggja ára gamall fór hann að vinna við að sýna sig í sirkus í Kaupmannahöfn og ferðaðist vítt og breitt umn heiminn allt þar til hann dó árið 1984, þá 71 árs.
Hvað heitir hæsti maður í heimi og hvað er hann hár?
Útgáfudagur
28.3.2001
Spyrjandi
Auður Hreiðarsdóttir
Tilvísun
Björn Brynjúlfur Björnsson. „Hvað heitir hæsti maður í heimi og hvað er hann hár?“ Vísindavefurinn, 28. mars 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1431.
Björn Brynjúlfur Björnsson. (2001, 28. mars). Hvað heitir hæsti maður í heimi og hvað er hann hár? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1431
Björn Brynjúlfur Björnsson. „Hvað heitir hæsti maður í heimi og hvað er hann hár?“ Vísindavefurinn. 28. mar. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1431>.