Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Þetta er ein af þeim spurningum sem varla verður svarað með tiltekinni tölu eins og spyrjandi hugsar sér líklega. Ummál hlutar eins og ljósastaurs er lengdin sem við fáum með því að bregða málbandi utan um staurinn og lesa af því. En hvert er ummál girðingarstaurs ef þversnið hans er í laginu eins og L eða jafnvel U? Eigum við þá að ýta málbandinu inn í vikin á hlutnum þegar við mælum? Hefur það yfirhöfuð eitthvert gildi að tala um ummál á slíkum hlut?
Hugsanlegt er þó að tala til dæmis um ummál á landareign þótt vik séu inn í hana. Ummálið mundi þá vera lengd landamerkjanna eða vegalengdin sem þyrfti að ganga til að fara alla leið kringum landið.
Við getum látið okkur detta í hug að beita slíkri skilgreiningu á Ísland. "Ummál" landsins væri þá lengd strandlengjunnar kringum landið, vegalengdin sem þyrfti að ganga til að komast alla leið kringum landið, en þá yrðum við að láta liggja milli hluta að ströndin er ófær gangandi mönnum á þó nokkrum stöðum. En ummál sem skilgreint er á þennan hátt er bæði erfitt viðfangs og marklítið, að minnsta kosti af tvennum ástæðum:
Strandlengjan er ekki vel skilgreind vegna sjávarfalla.
Hvernig ætti að fara með eyjar og sker kringum landið?
Okkur sýnist því að eina áhugaverða talan í þessu samhengi sé sú sem lýsir skemmstu siglingaleið kringum landið, og sé þá farið út fyrir allar eyjar sem teljast til Íslands. Með einföldum aflestri af korti sýnist okkur að þessi vegalengd sé um 1500 km.
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er Ísland stórt að ummáli?“ Vísindavefurinn, 5. nóvember 2000, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1089.
Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 5. nóvember). Hvað er Ísland stórt að ummáli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1089
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er Ísland stórt að ummáli?“ Vísindavefurinn. 5. nóv. 2000. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1089>.