Sólin Sólin Rís 11:20 • sest 15:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 14:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:15 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:58 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:20 • sest 15:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 14:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:15 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:58 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Frýs aldrei í Flosa- og Nikulásargjám á Þingvöllum?

Sigurður Steinþórsson



Líta má á innstreymi í gjárnar á Þingvöllum sem kaldavermsl, en svo kallast lindir þar sem hiti vatnsins er jafn árið um kring og þá venjulega svipaður meðalárshita staðarins, á láglendi 3-5°C en á hálendi 2-3°C. Um slíkar lindir segir Þorleifur Einarsson í Jarðfræði sinni að vatnsgæfni þeirra sé mjög jöfn árið um kring og að þær leggi aldrei, jafnvel ekki í mestu frostum.

Vatnið í gjánum á uppruna sinn í Langjökli og hefur því runnið langa leið neðanjarðar og er um 4°C þegar það rennur í gjárnar. Tvennt stuðlar sennilega að því að seint frýs í gjánum: Annars vegar er í þeim talsverður straumur, og hins vegar halda gjárnar vel hita þegar loftið kólnar, vegna þess hve djúpar þær eru miðað við breidd. Veggirnir ná langt niður fyrir frostmörk í jörð og stuðla að því að halda vatninu fyrir ofan frostmark.


Mynd: Listaverkið Gjá á Þingvöllum eftir Ásgrím Jónsson. Vefsetur Listasafns Íslands

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

25.10.2000

Spyrjandi

Kjartan Óli Guðmundsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Frýs aldrei í Flosa- og Nikulásargjám á Þingvöllum?“ Vísindavefurinn, 25. október 2000, sótt 18. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1044.

Sigurður Steinþórsson. (2000, 25. október). Frýs aldrei í Flosa- og Nikulásargjám á Þingvöllum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1044

Sigurður Steinþórsson. „Frýs aldrei í Flosa- og Nikulásargjám á Þingvöllum?“ Vísindavefurinn. 25. okt. 2000. Vefsíða. 18. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1044>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Frýs aldrei í Flosa- og Nikulásargjám á Þingvöllum?


Líta má á innstreymi í gjárnar á Þingvöllum sem kaldavermsl, en svo kallast lindir þar sem hiti vatnsins er jafn árið um kring og þá venjulega svipaður meðalárshita staðarins, á láglendi 3-5°C en á hálendi 2-3°C. Um slíkar lindir segir Þorleifur Einarsson í Jarðfræði sinni að vatnsgæfni þeirra sé mjög jöfn árið um kring og að þær leggi aldrei, jafnvel ekki í mestu frostum.

Vatnið í gjánum á uppruna sinn í Langjökli og hefur því runnið langa leið neðanjarðar og er um 4°C þegar það rennur í gjárnar. Tvennt stuðlar sennilega að því að seint frýs í gjánum: Annars vegar er í þeim talsverður straumur, og hins vegar halda gjárnar vel hita þegar loftið kólnar, vegna þess hve djúpar þær eru miðað við breidd. Veggirnir ná langt niður fyrir frostmörk í jörð og stuðla að því að halda vatninu fyrir ofan frostmark.


Mynd: Listaverkið Gjá á Þingvöllum eftir Ásgrím Jónsson. Vefsetur Listasafns Íslands...