- Umsögn: "Snælda er köttur." Hér er sagnorðið notað til að mynda umsögnina “að vera köttur” sem tengd er við frumlagið “Snælda” í þessari setningu. Í setningunni er það sagt um Snældu að hún sé köttur.
- Tilvist: "Kettir eru til." Hér er mynduð staðhæfing um tilvist katta. Staðhæft er að til sé að minnsta kosti einn einstaklingur sem uppfylli það skilyrði að vera köttur.
- Samsemd: "Snælda er Snotra." Hér er fullyrt að Snælda og Snotra séu sami einstaklingurinn. Hugsum okkur til dæmis að við rekumst á flækingskött sem við tökum að okkur og nefnum Snældu. Stuttu seinna fer fólk að auglýsa eftir kettinum Snotru sem það hefur týnt. Í ljós kemur að Snælda er í raun og veru Snotra; Snælda og Snotra eru sami kötturinn.
Hver er skilgreiningin á því "að vera"?
Útgáfudagur
25.10.2000
Spyrjandi
Sólveig Sigurðardóttir, f. 1985
Tilvísun
Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hver er skilgreiningin á því "að vera"?“ Vísindavefurinn, 25. október 2000, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1038.
Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2000, 25. október). Hver er skilgreiningin á því "að vera"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1038
Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hver er skilgreiningin á því "að vera"?“ Vísindavefurinn. 25. okt. 2000. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1038>.