Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er skilgreiningin á því "að vera"?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Sögnin “að vera” getur haft þrjár mismunandi merkingar sem hljóta mismunandi meðhöndlun í rökfræði. "Að vera" má ýmist nota til að mynda umsögn, tilvistarstaðhæfingu eða staðhæfingu um samsemd. Þessu er best lýst með dæmum:

  1. Umsögn:
  2. "Snælda er köttur."

    Hér er sagnorðið notað til að mynda umsögnina “að vera köttur” sem tengd er við frumlagið “Snælda” í þessari setningu. Í setningunni er það sagt um Snældu að hún sé köttur.

  3. Tilvist:
  4. "Kettir eru til."

    Hér er mynduð staðhæfing um tilvist katta. Staðhæft er að til sé að minnsta kosti einn einstaklingur sem uppfylli það skilyrði að vera köttur.

  5. Samsemd:
  6. "Snælda er Snotra."

    Hér er fullyrt að Snælda og Snotra séu sami einstaklingurinn. Hugsum okkur til dæmis að við rekumst á flækingskött sem við tökum að okkur og nefnum Snældu. Stuttu seinna fer fólk að auglýsa eftir kettinum Snotru sem það hefur týnt. Í ljós kemur að Snælda er í raun og veru Snotra; Snælda og Snotra eru sami kötturinn.

Skilgreiningin á "að vera" er því ekki ein, heldur er um þrjár ólíkar skilgreiningar að ræða sem ráðast af notkun sagnarinnar hverju sinni.

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

25.10.2000

Spyrjandi

Sólveig Sigurðardóttir, f. 1985

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hver er skilgreiningin á því "að vera"?“ Vísindavefurinn, 25. október 2000, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1038.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2000, 25. október). Hver er skilgreiningin á því "að vera"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1038

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hver er skilgreiningin á því "að vera"?“ Vísindavefurinn. 25. okt. 2000. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1038>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er skilgreiningin á því "að vera"?
Sögnin “að vera” getur haft þrjár mismunandi merkingar sem hljóta mismunandi meðhöndlun í rökfræði. "Að vera" má ýmist nota til að mynda umsögn, tilvistarstaðhæfingu eða staðhæfingu um samsemd. Þessu er best lýst með dæmum:

  1. Umsögn:
  2. "Snælda er köttur."

    Hér er sagnorðið notað til að mynda umsögnina “að vera köttur” sem tengd er við frumlagið “Snælda” í þessari setningu. Í setningunni er það sagt um Snældu að hún sé köttur.

  3. Tilvist:
  4. "Kettir eru til."

    Hér er mynduð staðhæfing um tilvist katta. Staðhæft er að til sé að minnsta kosti einn einstaklingur sem uppfylli það skilyrði að vera köttur.

  5. Samsemd:
  6. "Snælda er Snotra."

    Hér er fullyrt að Snælda og Snotra séu sami einstaklingurinn. Hugsum okkur til dæmis að við rekumst á flækingskött sem við tökum að okkur og nefnum Snældu. Stuttu seinna fer fólk að auglýsa eftir kettinum Snotru sem það hefur týnt. Í ljós kemur að Snælda er í raun og veru Snotra; Snælda og Snotra eru sami kötturinn.

Skilgreiningin á "að vera" er því ekki ein, heldur er um þrjár ólíkar skilgreiningar að ræða sem ráðast af notkun sagnarinnar hverju sinni....