Hvað eru íslensk eldgos lengi vanalega, bara spá útaf því ég bý hér í Njarðvík?Aðalgosvá á Reykjanesskaga stafar af sprungugosum. Hraun frá þeim þekja um fjórðung af flatarmáli skagans. Lengstu gígaraðirnar eru 10-20 kílómetra langar. Flest hraunin eru innan við 0,2 rúmkílómetrar, en þau stærstu 0,4-0,5 rúmkílómetrar. Lengst hafa þau runnið um 15 kílómetra frá upptökum, mörg hvert í sjó fram. Skipta má sprungugosum í þrjá gosfasa með tilliti til kvikuframleiðslu og hraunrennslis (sjá töflu).
Framleiðsla | Framrásarhraði | Gostími | Hraungerð | Lengd | |
1. fasi | 400-1000 m3/s | > 5 m/s | klukkustund | helluhraunsskel | 1-3 km |
2. fasi | 20-100 m3/s | > 30-1000 m/klst | nokkrir dagar | apalhraun | 1-12 km |
3. fasi | 5-20 m3/s | > 5-30 m/klst | vikur-mánuðir | helluhraun | 10-15 km |
Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn er örlítið aðlagaður Vísindavefnum. Myndin er úr sama riti.